Réttur


Réttur - 01.04.1978, Side 13

Réttur - 01.04.1978, Side 13
 W&\ Kosningafundur G-listans í Laugardalshöll fyrir alþingiskosningarnar 25. júní. 1908 og 1942 Þau miklu umskipti, sem urðu í ís- lenskri pólitík 1908, eru í rauninni þessi: Ríkisstjórn, þ. e. ráðherra, sem hefur yf- irgnæfandi meirihluta þings að baki sér, ^tlar að gera samninga við „danska vald- ið‘ ‘, sem hefði í raun innlimað fsland í hið danska veldi, þó með sérréttindum væri. Að uppkastinu stendur ylirstétt landsins, þ. e. helstu embættrsmenn þess °g þorri kaupmannavaldsins. En hluti alþýðu fær í kosningunum I908 réttindi og vald sem hann hafði ekki áður: 1) Það fá fleiri alþýðumenn (handverksmenn, smærri bændur o. fl.) að kjósa en fyrr sökum rýmkaðs kosn- ingaréttar (aukaútsvarsgreiðslan, sem kosningaréttur var bundinn við, færður niður í 4 kr.) — að vísu aðeins karlmenn. 2) Það er komið á leynilegum kosninga- rétti - jafnvel skuldugur bóndi gerist ó- háður kaupmanninum í kosningunum - yfirstéttinni hefur ekki lmgkvæmst það snjallræði að koma á opinberu „próf- kjöri“, til þess að grennslast þannig í bága við lögin eltir skoðunum manna. 3) Það er settur kjörstaður í hvern lnepp, í stað þess að áður var einn kjörstaður í sýslu, t. d. Boi'ðeyri fyrir alla Stranda- sýslu. - Því fer þátttaka kjósenda í kosn- ingunum 1908 úr 9,3% upp í 14,1% eða vex næstum um helming. Alþýðufólk leggur því lóð sitt í ákvarðanatöku þjóð- arinnar í miklu ríkara mæli en fyrr — og það verða alger umskipti: þingmeirihluti afturhaldsins þurrkast út. Þeir Skúli Thoroddsen og Björn Jónsson hrósa sigri með nýjum þingmeirihluta. Þá var eftir að halda á því valdi, er stjórnarandstöðunni, andstæðingum upp- kastsins, var í hendur fengið. Sigurinn mikli var fyrst og fremst varnarsigur, en hann örlagaríkur, forðaði landi og lýð frá glapræði. En það liðu 10 ár uns þjóð-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.