Réttur


Réttur - 01.07.1978, Síða 5

Réttur - 01.07.1978, Síða 5
Sósíalistarnir i rikisstjórninni: Svavar, Hjörleifur og Ragnar. °g varnarbarátta verkalýðsstéttarinnar er áfram liáð frá degi til dags. Með ítökum sínum í ríkisvaldinu geta íslenskir sósíalistar styrkt varnarstöðu verkalýðsins í átökum um efnahagsstefn l'iia. Yfirlýsingar um náið samstarf ríkis- stjórnarinnar við verkalýðshreylinguna livað snertir mótun og framkvæmd efna- hagsstefnunnar sýna, að nýir starfshættir geta eflt enn frekar vígstöðu launafólks í stéttabaráttunni. Verkefni sósíalista inn- a'i ríkisstjómarinnar og utan er því að tryggja, að samráð ríkisstjórnar og verka- lýðshreyfingar verði í reynd að öflugri samtengingu aðgerða á öllum sviðum emahagskerfisins. Án þeirrar samteng- mgar, sem sósíalistar á þingi og í verka- lýðshreyfingunni einir geta leyst af hendi, nnm ríkisstjórninni ekki takast að brjóta launafólki varanlega bi'aut út úr kjara- skerðingartímabili síðustu ára. Samtenging sósíalista á hinni pólitísku og faglegu baráttu er því frumskilyrði þess, að þau stéttaátök, sem enn standa, muni áfram leiða til áfangasigra launa- fólksins og skapa grundvöll fyrir því, að ríkisstjórnin breytist úr varnartæki í sóknarsveit. Slík þáttaskil eru þó ekki í nánd á næstu mánuðum. Það verður fyrst að leiða til lykta þá baráttu um kjör launafólks, sem enn er háð. Ríkisstjórn- in verður fyrst um sinn að helga sig þeirri baráttu eingöngu. Takist henni ásamt verkalýðshreyfingunni að skapa á næsta ári þáttaskil í kjaraþróun og atvinnumál- um, þá geta íslenskir sósíalistar búið sig til þeirrar sóknargöngu, sem tæki við af varnartíma. 149

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.