Réttur


Réttur - 01.07.1978, Page 11

Réttur - 01.07.1978, Page 11
ANASTAS I. MIKOJAN LÁTINN Anastas Mikójan, einn af snjöllustu leið- togum Kommúnistaflokks Sovétríkjanna, dó í október s.l. Þarmeð er liðinn einn besti baráttumaðurinn í uppreisnar- starfinu, sem var undanfari byltingarinn- ar, og einhver framsýnasti foringi í hinu risavaxna uppbyggingarstarfi Sovétþjóð- anna. Mikójan var Armeni að þjóðerni, fæddur 1895 og ólst upp í því landi, sem á einhverja elstu menningarerfð allra Evrópulanda. í Kákasus bjó alþýðan um síðustu aldamót við hræðilega fátækt og kúgun, því gjöfulustu auðlindirnar þar, olíusjóðina miklu, átti erlendur olíu- hringur (ensk-fransk-rússneskur að mestu, Shell átti 12% hlutafjárins, Nobel-klíkan 19% o. s. frv.), er arðrændi land og þjóð miskunnarlaust. Mikójan gekk { bolshevikkaflokkinn 1915, starfaði mest í Tiflis og Baku. Verð- ur þar einn af leiðtogum byltingarinnar 1917. Þá skall hurð nærri hælum að hann yrði drepinn, því þegar þeirri stjórn verkamannaráðanna í Baku, sem þeir höfðu myndað í mars, 1918, var steypt, - varð að víkja fyrir ofureflinu, - í júlí- mánuði, voru um 30 af leiðtogunum („Kommisserunum") handteknir og dæmdir til dauða, þ. á m. Mikójan. En þeim tókst að flýja á litlu skipi, en urðu kolalausir og lentu til Krasnovodsk, þar sem Englendingar og andbyltingarmenn réðu. Ákváðu þeir að skjóta „Kommiss- arana“ og voru 26 Jreirra myrtir á þenn- an hátt, meiningin var að Mikojan biði Jrar bana, en honum tókst að sleppa lífs af hreinni tilviljun. Hélt hann áfram byltingarbaráttnnni uns sigur var unn- inn. 155

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.