Réttur


Réttur - 01.07.1978, Page 12

Réttur - 01.07.1978, Page 12
Mikójan var kosinn í miðstjórn ilokks- ins 1922 og 1934 varð hann varamaður í framkvæmdanefndinni og síðan lengst af ævinnar í forustu flokksins. Hann varð 1926 viðskiptamálaráðherra og skipaði lengst af hinar mikilvægustu stöður, er vörðuðu Iiina risavöxnu sköpun stóriðju, er gerbreyttu því gamla Rússlandi í ann- að mesta stóriðjuland heims. Talið er að Mikójan hafi ef til vill átt höfuðþáttinn í því að á 20. flokksþingi Sovéska Kommúnistaflokksins var ger- breytt um stefnu, hvað snertir þau ægi- legu afbrot, er Stalin átti höfuðorsök á, - og að Krustjoff liafi ekki síst vegna áhrifa hans flutt „leyniræðu" þá hina sögulegu, sem alþekkt er orðin. Um nokkurt skeið, áður en Mikójan dró sig alveg í hlé fyrir aldurs sakir, var hann forseti Sovétríkjanna - og er óhætt að segja að hann hafi af öllum þeim, er lionum kynntust utanlands sem innan, verið metinn sem einn af mestu mönnum jiessa sögulega umbreytingaskeiðs, sem hann var virkur þátttakandi í - og jiað í broddi fylkingar - í næstum hálfa öld. * Ég átti nokkurt tal við Mikójan haust- ið 1945, er við Pétur Benediktsson, Jrá sendiherra íslands í Moskvu, vorum send- ir af nýsköpunarstjórninni til Finnlands, Sovétríkjanna, Póllands og Tjékkoslóva- kíu til jness að koma á samskiptum við jæssi lönd að stríði loknu. Er það tví- mælalaust fyrst og fremst skilningi Mi- kojans að þakka að Ji>á hófust og stóðu 1946 og 1947 mikilvæg viðskipti milli fs- lands og Sovétríkjanna, sem Bandaríkin að vísu í krafti Marshallsamningsins létu íslensku ríkisstjórnina stöðva 1948, en Bjarni Benediktsson tók aftur upp, er Bretar settu fisksölubannið á okkur 1953 156

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.