Réttur


Réttur - 01.07.1978, Síða 25

Réttur - 01.07.1978, Síða 25
ir hjúkrunarkona, sem enn lifir. Höfðn þau gifst nokkru eftir heimkomu Hall- gríms. Gekk hún með fyrsta, og eina, barn þeirra, er Hallgrímur var fluttur burt án þess að fá að kveðja hana. Fæddist þeim dóttir, Halla, 15. júní 1941 og er Hall- gn'mur skömmu síðar var fluttur til skyndirannsóknar í röntgendeildina í kjallara Landspítalans, bað hann að fá að sjá dóttur sína og konu, er lágu á fæðing- ardeildinni, sem var þá á efstu hæð Land- spítalans. En fangelsisyfirvöldin neit- uðu. Manni verður oft á að hugsa: Það er ekki djúpt á fasismann á íslandi, ef menn sem hatursfyllstir eru og af ofstæki hrenna gegn kommúnisma, fengju völdin 1 landinu algerlega í sínar hendur. Hallgrímur var 11 mánuði í fangelsinu, saetti illri meðferð, var stundum mánuð- Ulu saman lokaður inni í þröngum klefa °g algerlega einangraður frá umheimin- Ulu. Oddný kona hans fékk aðeins að heimsækja hann á sunnudögum og varð, er hann var lokaður inni, að tala við hann út um glugga. Sökurn hins illa að- húnaðar veiktist Hallgrímur og lá sjúkur um tíma eftir að liann loks kom út. — Áerkalýðurinn hafði hins vegar nreð fjár- sófnun handa föngunum sýnt áþreifan- ^ega samúðina með þeim. Einnig varð Oddný mikillar hjálpar aðnjótandi frá hjarneyju, systur Hallgríms og manni hennar. Hallgrímur naut hins vegar skamman únra samvistarinnar við konu sína og híöllu dóttur sína, sem nú er gift kona, þrig gja barna móðir, eftir að hann náði Ser eftir veikindin. Árið 1942 var hið ’óikla baráttu- og sigurár íslenska verka- iýðsins og flokks hans, Sósíalistaflokksins, °g uin haustið tók Hallgrímur sér ferð á Björn Guðmundsson. hendur um landið í þágu hreyfingarinn- ar. Tók hann sér þá á Norð-austurlandi far með línuveiðaranum Sæborgu í nóv- ember 1942. En það skip hvarf, hefur lík- lega annaðhvort rekist á tundurdufl eða verið skotið niður af kafbát. Fórust með því 7 manns og var Hallgrímur einn þeirra. Lét hann þannig lífið 32 ára að aldri. — 10. des. 1942 birtust eftirmæli eftir hann í Þjóðviljanum, rituð af Brynj- ólfi, Eggert og undirrituðum. Hreysti Hallgríms minnir á margt úr Islendingasögunum, en harmleikurinn í lífi hans á örlög margra þeirra þýsku and- fasista, er með honum börðust á Spáni, svo sem á örlög Hans Beimlers, er af mik- 169

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.