Réttur


Réttur - 01.07.1978, Page 55

Réttur - 01.07.1978, Page 55
olíu í banni Sameinuðu þjóðanna til að lieyja stríðið gegn lýðræði og frelsi svert- ingjanna. Breski verkalýðurinn Jrarf að ráða, á stjórnmálasviðinu, niðurlögum eigin auðhringa, áður en hann fær hækkað kaup sitt, og þá myndi hann um leið að- stoða við að frelsa aðra kúgaða. Suður-Afríka í Rétti 1976, bls. 119—20, var skýrt nokkuð frá hinni miklu fjárfestingu enskra, bandarískra, þýskra og annarra auðfélaga í Suður-Alríku og hvernig stjórnir þessara landa eru að reyna að sveigja stefnu sína — og fasistastjórnar- innar þar — til þess að varðveita hinn mikla auð útlendinga í landinu. Síðan þetta var skrifað hel'ur erlenda fjárfestingin enn vaxið, og Bandaríkja- stjórn er nú auðsjáanlega að reyna sitt ýtrasta til að vernda yfirráð hvíta minni- hlutans og hindra meirihluta þjóðanna í Suður-Alríku og Rhodesíu í að ná fullum mannréttindum. 40% af allri fjárfestingu Bandaríkja- auðvaldsins í Afríku er í Suður-Afríku. í árslok 1976 var þessi fjárfesting í allri Afríku 4467 milljónir dollara, þar af 1665 í Suður-Afríku. (Var 700 milljónir 1969). Bretar eiga 60% af allri fjárfestingu útlendinga í Suður-Afríku. hessvegna er breska stjórnin á móti relsiaðgerðum gegn fasistunum! Verslun Bandaríkjanna við Suður- Alríku er 14% af allri verslun Suður- Afríku, viðskipti Vestur-Þjóðverja 12%, Japans 10%. I Suður-Afríku starfa 630 bresk fyrirtæki, 494 bandarísk, 132 vest- ur-þýsk, 85 frönsk og 150 i'rá öðrum stór- iðjulöndum kapitalismans, þar af 70 jap- önsk. Tveir jrriðju hlutabréfanna í bönk- um Suður-Afríku eru á breskum hönd- um, 60% bílanna, sem framleiddir eru í jressu fasistalandi, eru framleiddir af General Motors, Ford og Chrysler. Þannig mætti lengi telja. Barclays Bank, útibúið í Suður-Afríku, telur fjár- festingu jrar einhverja bestu í heimi. Og hvað kostar það þjóðina að auðvald- ið, útlent og innlent, græðir svona vel? Helmingurinn af öllum börnum svertingja undir 5 ára aldri deyja úr sulti. Meir en 350.000 persónur eru fang- elsaðar árlega vegna „apartheid“-laganna. Suður-Afríka hefur heimsmet í dauða- dómum. Stúdentar, sem mótmæla kúg- uninni, eru miskunnarlaust skotnir af lögreglunni: yfir 1000 biðu þannig bana á síðustu 18 mánuðum, miðað við árs- byrjun 1977. Pólitískir fangar eru vægð- arlaust myrtir, píndir til bana í yfirheyrsl- um eða hent út um glugga: drepnir á jrann hátt og kallað sjálfsmorð í lögreglu- skýrslum. Jafnvel þeir sem boða friðsamlegar að- gerðir, eins og Steve Biko, eru drepnir i fangaklefunum og ekki hlífst við að banna hákristnar stofnanir, sem leyfa sér að gagnrýna yfirvöldin. 199

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.