Réttur


Réttur - 01.01.1980, Síða 26

Réttur - 01.01.1980, Síða 26
HVAÐ GERÐIST I AFGHANISTAN? Það er ekki auðvelt að greiða úr allri þeirri málaflækju, sem orðið hefur í sambandi við atburðina í Afghanistan, en rétt er að gera tilraun til að kynna aðstæður allar og atburði svo sem verða má. Afghanistan er háfjallaland inn í miðri Asíu, 647.497 fer- kílómetrar að stærð, fjórir fimmtu hlutar landsins þaktir háum fjöllum og hásléttum, dalir lítt frjósamir. íbúatalan er 15'/2 milljón (1979) og kennir þar margra þjóðflokka og ættflokka: Pashtanar eru um 50%, Tadshikar um 30%, Usbekar, Turkmenar og Kirgisar um 10%, Hasarar af Mongólakyni um 8% og þaðan af smærri hópar. Trú- arbrögð meirihlutans er Múhameðstrú, „sunnita“-trúflokkurinn. 12% íbúanna býr í bæjum. Tungumálin eru Pashto og Dari, sem síðan 1936 eru jafn rétthá. Landbúnað- ur er aðalatvinnuvegur, kvikfjárræktin aðalatriðið og leggur til meira en helming út- flutningsins. Sömu ættflokkar og þjóðflokkar og byggja Afghanistan eru og í löndunum í kring og veldur það löngum erjum og átökum. Nti hefur þetta land allt í einu orðið að miklum brennipunkti í heimsmálun- um. Veldur þar ekki livað síst að Pakist- an, sem nú er undir einræðisstjórn hers- höfðingja þess, er lét myrða Ali Butto, löngum æðsta mann landsins, gerist verk- færi CIA og Bandaríkjaauðvaldsins, en áður hafði Zia-ul-Haq, einveldisherra Pakistan, átt í miklum deilum við Banda- ríkin, ekki síst af því hann var að reyna að koma sér upp kjarnorkusprengjum úr efni því, sem þau höfðu látið honum í té með því skilyrði, að ekki yrðu unnin úr því vopn. Pakistan er byggt Múhameðstrúar- mönnum og að nokkru þjóðflokkum skyldum þeim, er byggja Afghanistan. i’að eru því hæg heimatök, ef vilji er til að koma deilum af stað, og einræðisstjórn. in í Pakistan lítur auðvitað róttæka al- ])ýðuhreyfingu í Afghanistan óhýru auga. 26

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.