Réttur


Réttur - 01.01.1980, Page 40

Réttur - 01.01.1980, Page 40
Hvergi höfði að að halla. sjónaást snertir. (Laun Chavez eru 240 ísl. kr. á viku). Um 10 milljónir manna í Bandaríkj- unum svelta. Sulturinn knýr marga til að borða moldina. Rannsóknarnefnd, sem öldungarráðið setti, sannaði að næstum helmingur svertingjakvenna í Alabama borðar mold. — og fátæklingar Bandaríkjanna eru dreifðir um öll ríkin, minnihlutahópar, sem sjá auðæfin í kringum sig, en megna sjaldnast að rísa upp — ólíkt því sem fátæklingar þriðja heimsins gera, því þeir eru yfirgnæfandi meirihluti í landi sínu og læra að standa saman og berjast saman. „Þess vegna er fátæktin grimmilegri og sálarlega meir eyðileggjandi en nokkurs staðar annars staðar í heiminum," segir höfundur. Hún skapar víðast hvar algert vonleysi. Margir íslendingar kannast við Harlem, negrahverfið í New York. En Harlem er ekki eina ,,ghettóið“ í New York — og ekki það versta. I Bronx-hluta New York- borgar eru hverfi þar sem 9 af hverjum 10 manns deyja óeðlilegum dauða: annað livort úr hungri, ofneyslu heroins, rottu- biti (ungbörn) eða eru myrtir. í Browns- ville sá ég tvö morð og heyrði um fjögur önnur sama daginn, síðan hef ég ekki komið þangað," segir höfundur og. Það væri freistandi að þýða alla þá lýs- ingu, sem höfundur gefur (t.d. á bls. 172) af lífskjörum gamla fólksins, sem fær svo lítinn ellilífeyri að það sveltur, — en raunar þarf leyfi útgefenda til slíks og það höfum við ekki. Getum aðeins bent á þessa stórmerku bók, sem væri ekki að- eins þess verð að koma út á íslensku, heldur og að myndir úr henni væru sýnd- ar í sjónvarpinu tímum saman, svo menn sæju hvernig ráðandi stéttir Bandaríkj- anna búa að þeim, sem eru minnimáttar. 1% Bandaríkjamanna eiga yfir 30% af öllum eignum, sem til eru í Bandaríkjun- um. Það er þessi örfámenna ránsklika, sem heimtar að ráða í heiminum í krafti auðs síns og atomvopna, — sveltir gamla fólk- ið og börnin, arðrænir litaða verkamenn vægðarlaust — og blekkir eða hótar fjöld- anum til fylgis við sig. Þjóðfélagskerfi þessarar valdaklíku er orsök þeirra hörm- unga, er þessi ágæta bók lýsir. 40

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.