Réttur


Réttur - 01.01.1980, Page 61

Réttur - 01.01.1980, Page 61
Nkomo ugg í Suður-Afríku og deilur innan drottnandi llokks þar um hvort bregðast skuli við af viti og hófsemi, er Suður- Afríka sér sig umkringda þjóðfrjálsum löndum, og byrja að slaka á kynþáttakúg- uninni — eða hvort haldið sktdi áfram ofstæki og fasistískri kúgun meirihluta þjóðarinnar, sem hingað til. Fangelsisbyggingar í U.S.A. Það snart marga þátttakendur á vetrar- Olympíuleikjunum í Lake Placid illa að „olympiska þorpið“, sem byggt var fyrir gestina sjö mílum vestan við þorpið Ray lirook, skyldi vera skipulagt sem framtíð- arfangelsi. Jafnvel líka í Bandaríkjunum heyrðust raddir um að þetta væri ekki beint í samræmi við hinn Olympiska anda. Afsökun staðaryfirvaldanna var að ella hefðu þau ekki fengið þann fjárstyrk frá alríkinu, sem til þurfti. Bandaríkjastjórn fyrirhugar gífurlegar byggingar fangelsa á næstu fimm árum. Hjá alríkisyfirvöldunum er gert ráð fyrir að byggja 1000 ný fangelsi. Og sumum finnst það jafnvel of lítið: tala hegningar- fanga muni hafa vaxið um a.m.k. 300.000 á þeim tíma. Hve gífurleg fangelsisbygg- ingaáætlunin er hjá alríkisstjórninni, sést best á því að 1979 voru aðeins 60 slík og níu árum áður bara 40. En í alríkisfangelsunum situr aðeins lítill hluti fanganna. Flestir eru þeir í yf- irfylltum fangelsum hinna einstöku ríkja og bæjarfélaga, Alls eru meir en hálf milljón Banda- ríkjamanna í fangelsum, talan hefur tvö- faldast á nokkrum árum. Og lengd tím- ans, sem þessir fangar skulu sitja inni, er einnig alltaf að vaxa. Minnihlutahóparnir verða þarna harð- ast úti: svertingjar, Puorto-Rico-búar, Mexikanar o. s. frv. Hlutfall þeirra af föngum í alríkisfangelsunum var 1970 27%, en er nú 40%. Höfuðorsökin til hins ískyggilega vaxt- ar fangatölunnar nú og í framtíðinni er, samkvæmt frásögn sjálfs forstjóra fangels- isyfirvaldanna, Carlson, atvinnuleysið. „Því meira sem atvinnuleysið er því fleiri fangelsisdómar, á því er enginn efi,“ — segir hann. — Og svar valdhalanna við vaxancli atvinnuleysi á næstu árum er að veita fé til nýrra fangelsa, betur vopnaðr- ar og fjölmennari lögreglu og láta dæma í lengri tugthiisvist. - En félagsumbæt- urnar lá að sitja á hakanum í þessu rík- asta landi veraldar. 61

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.