Réttur


Réttur - 01.01.1981, Page 6

Réttur - 01.01.1981, Page 6
hundum á Sovétríkin — skalt nú gera að umræðuefni hér og afleiðingarnar fyrir oss íslendinga. Þó verð ég að segja að bágt á maður með að trúa því að þjóðir þær séu svo heillum horfnar og for- heimskaðar af amerískum áróðri að þær láti leiða sig til sjálfsmorðs — fyrir „Mammonsríki Ameríku”, svo notað sé orð þjóðskáldsins Matthíasar Jochums- sonar. Forsagan: hernám íslands Þegar Alþingi íslendinga var vélað til að ganga í Nato, þá var það á grundvelli skrif- legrar yfirlýsingar frá Acheson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að hér yrði aldrei her á friðartímum. Samkvæmt yfirlýsingum íslensku ríkisstjórnarinnar voru þessi hátíð- legu, skriflegu loforð forsenda inngöngunnar. — Líklega var þessi yfirlýsing vísvitandi lygi bandaríska utanrikisráðherrans, því tveim árum síðar hertók Bandaríkjaher ísland og hefur það hernám nú staðið í 30 ár. Hernámið 1951 var gagnvart íslendingum reynt að íklæða ólöglegum ,,samningi”, sem ríkisstjórn íslands hafði engan stjórnarfarslegan rétt til að gera, — en hún hefur að líkindum staðið frammi fyrir því að horfa á landið hernumið án þess að spyrja hana — eða breiða yfir ofbeldið með „samningum”. — Svo var og 1941 er Bandaríkjaher her- nam landið í ,,samráði” við breska innrásarherinn. Þá var og með úrslitakostum knú- inn fram á yfirborðinu „herverndarsamningur” ólöglegrar ríkisstjórnar, en hinsvegar var utanríkismálaráðherra Bandaríkjanna, Cordell Hull, svo heiðarlegur að viðurkenna að Bandaríkin hefðu hernumið ísland í eigin þágu.3 Við skulum þá fyrst og fremst íhuga hver örlög oss íslendingum væru búin í þessum grimmilegasta — og máske sið- asta — hildarleik hernaðarsögu mann- kynsins og hvaða möguleikar væru til þess að einhver hluti þjóðarinnar lifði af eftir það sjálfsmorðs-hlutverk, er Banda- ríkjastjórn ætlar íslendingum sem þræl- um sinum og fórnardýrum. ,,Hér lœra svírar og bök sig að beygja og burgeisar viljann að sveigja, — svo glaðst er við glataðan sauð. En enginn tœlist af orðum um jöfnuð, auður og fátœkt á hvort sinn söfnuð. Einar Benediktsson: Úr,, Fimmtutröð ’ ’ 6

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.