Réttur - 01.01.1981, Page 12
Bandaríkin vígbúast af kappi — og gegn
kjarnorkusprengjum er engin vörn.
T ortímingarhættan
— og hvað er hægt að
gera?
Hvernig getum við íslendingar reynt
að forðast þá hættu að okkur verði tor-
tímt í ,,litla kjarnorkustríðinu”, sem
Bandaríkjamenn nú stefna að?
Við gætum sagt upp ,,herverndar-
samningnum”, sem ríkisstjórn íslands
að líkindum var kúguð til að gera 1951
með hótunum um hernám ella. —
Bandaríkjastjórn myndi að öllum líkind-
um reyna að hindra slíkt: t.d. með hót-
unum við meirihluta Alþingis um að hún
færi hvergi með her sinn, en væri reiðu-
búin til að gera nýjan samning um langa
leigu á Vellinum gegn gífurlegri dollara-
borgun. (Hvað sagði ekki Luns, fram-
kvæmdastjóri Nato 1975, að ísland væri
22000 miljóna dollara virði — sem
ósökkvandi „flugvélamóðurskip” og
skotpallur.) Og þegar búið er að svæfa
þjóðina eins andlega og 55000 undir-
skriftirnar sýndu, þá þarf ekki neitt ógn-
arfé í Nato-flokkana og þeirra „Samein-
uðu verktaka” til að svæfa það lítið, sem
eftir er af samvisku og viti.
Þótt þetta líti ekki vel út, þá er það
samt hugsanlegur möguleiki, að þeim, er
sæju hættuna tækist að ná meirihluta á
Alþingi og segja kúgunarsamningnum
upp. — Myndi Bandaríkjaher fara? —
Ef þetta gerðist á næstu árum, þá er
hugsanlegt hann færi, því hann hefur í
„samningnum” frá 1951 áskilið sér rétt
til endurkomu, ef „hættuástand” er að
hans áliti.
Og enn reiknar Bandaríkjastjórnin
með minst 3-6 árum áður en hún gæti
knúið og vígbúið Vestur-Evrópuþjóðirn-
ar til árása á Sovétríkin með ,,meðal-
drægum” kjarnorkueldflaugum. (Cruise
missiles og Pershing II)
En hvað ef íslendingar væru svo
ákveðnir i að reyna að bjarga þjóðinni
frá tortímingu að Alþingi segði upp öll-
um aukaskilyrðum „samningsins” frá
1951 og færu úr Nato?
Til að byrja með myndu Bandaríkja-
stjórn bíða og sjá hvað hún gæti látið
erindreka sína hér gera, til þess að breyta
slíkum ákvörðunum Alþingis. (Hún átti
góða að, er Alþingi ákvað uppsögn her-
námssamningsins 28. mars 1956.)
En segjum að ekkert slíkt tækist og
Bandaríkjastjórn væri ákveðin í að láta
hefja ,,litla kjarnorkustríðið” í Evrópu.
— Þá myndi hún umsvifalaust taka
Keflavíkurflugvöll herskildi (eins og 7.
maí 1951).
Því flugvellirnir væru hér og héldu
sínu gildi.
Þar með væri alt löglega starfið unnið
fyrir gíg.
Ég kastaði því eitt sinn fram í ræðu á
Alþingi forðum daga, er rætt var í alvöru
um hvernig helst væri hægt að forða
þjóðinni frá tortímingu i kjarnorku-
stríði, — að ríkisstjórn íslands léti setja
sérstakan sprengjuútbúnað undir alla þá
flugvelli, er hugsanlegt væri að erlendar
herflugvélar gætu sest á, — og tilkyntu
öllum hlutaðeigandi þjóðum, að ef stríð
væri í þann veginn að brjótast út, þá
myndu íslendingar sprengja upp alla
flugvelli, svo flugvélar gætu hvergi lent.
12