Réttur


Réttur - 01.01.1981, Page 13

Réttur - 01.01.1981, Page 13
Mér er ljóst að Bandaríkjaher tæki ís- land engu að síður með fallhlífaher og herskipum. En það, sem er dýrmætt, er að það kynni að vinnast tími til að forða fólki frá þéttbýlinu á suðvesturhorninu sem ella hefði orðið kjarnorkusprengju og geislun að bráð. Því það sem íslendingar verða að gera sér Ijóst er að fyrstu klukkustundirnar og dagarnir, ef kjarnorkustríð skellur á, eru það sem úrslitum ræður hvort þorri þjóðarinnar lifir eða deyr. Og þær klukkustundir eða tvo-þrjá daga er hægt að nota með þeim bíla- kosti, sem íslendingar hafa, til þess að flytja svo að segja alla íbúa suðvestur- hornsins út um allt land, ef allur undir- búningur undir flutninga, matarbirgðir til að draga fram lífið o.s.frv. er í lagi. — Því á einni til tveim vikum mundu Bandaríkjamenn hafa búið til flugvöll í stað aðal-Vallarins, er upp var sprengdur eða t.d. einhversstaðar á Suðurlandi eins og eitt sinn var á dagskrá þeirra, — og öll hættan þar vofa yfir á ný. En fólkið væri farið, svo bombur á nýja flugvelli grönd- uðu því ekki. Kjarnorkulaus svæði? Það hafa komið fram hugmyndir um að lýsa t.d. Norðurlönd kjarnorkulaus svæði — og reyna á þann hátt að forða íbúum þeirra frá tortímingu. Til þess slík yfirlýsing væri meir en fróm ósk og þar- afleiðandi lífshættuleg blekking, þá yrðu stórveldin tvö að viðurkenna hana og skuldbinda sig til að virða hana í stríði. Það eru, einkum eftir framferði Banda- rikjastjórnar nú að dæma, engar líkur til þess að slík viðurkenning fengist. — Og jafnvel þó slík yfirlýsing fengist viður- kennd, þá þýddi hún aðeins að berjast mætti með öllum öðrum vopnum — og þau eru vissulega nógu skæð til þess að granda öllu lífi í nánd þeirra, þó geisla- dauðinn kæmi ekki til. — Ef einhver slík yfirlýsing ætti að vera til bjargar, t.d. öllum Norðurlöndum, þá yrði hún að vera raunveruleg friðlýsing, þ.e. þau stæðu utan vopnabandalaga og væri því viðurkennd friðhelg. Og það myndu Bandaríkin aldrei samþykkja — og lík- lega Nato-liðar á Norðurlöndum heldur ekki, eftir framferði þeirra nú að dæma. Ég get trúað að það eina, sem dygði á þessu sviði, væri, ef öll þau lönd, sem liggja milli landamæra Sovétrikjanna að vestan og vesturstranda írlands, íslands og Grænlands að vestan, frá Miðjarðar- hafi að sunnan og Norður-íshafi að norðan, lýstu sig kjarnorkuvopnalaus og framkvæmdu það. Þá stæðu stórveldin miklu frammi fyrir því að heyja sitt stríð með langdrægu eldflaugunum — og það er raunverulega eina stríðið, sem Banda- ríkjastjórn vill forðast. — En slík næstum friðlýsing Evrópu er því miður næstum eins óhugsandi og hún er æski- leg. Það þyrftu svo reginsterk öfl að rísa upp í öllum þessum löndum að slíkt væri næstum kraftaverk, þegar tekið er tillit til þess að stríðsgróðaöflin, ofstæki auð- valds og hervalds, ráða megininu af áhrifatækjum landanna og móta skoð- anir fólks. Það þarf ekki nema að heyra enduróminn af áróðri þessara afla í fréttaflutningi útvarpsins íslenska, svo 13

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.