Réttur


Réttur - 01.01.1981, Side 43

Réttur - 01.01.1981, Side 43
þessar aðferðir auka meira að segja stundum á misrétti innan verkalýðshreyf- ingarinnar sjálfrar. Undanfarna áratugi hefur verkalýðs- hreyfingin rekið nokkuð einhliða faglega baráttu. Sótt hefur verið fram til beinna kauphækkana og styrkur hreyfingarinn- ar notaður til að knýja þessa kröfu fram. Verkalýðshreyfingin hefur hins vegar ekki fundið raunhæf ráð til að varðveita kaupmátt þessara krónutöluhækkana. Á þessu tímabili hafa að vísu komið til allmiklar félagslegar lagfæringar. Þessir „félagsmálapakkar” hafa þó oftar en hitt verið þrautalending til að leysa ,,deiluna” á síðustu stundu, þegar allt var komið í óefni. Ekki hefur ríkisvaldið heldur alltaf staðið við þessa ,,pakka”. Og sjaldnast hafa þeir verið neinn þáttur í heildarþróun. Á allar þessar staðreyndir verður verkalýðshreyfingin nú að horfa. Höfuðorsakir þess að verkalýðshreyf- ingin stendur nú á tímamótum er sú að þjóðfélagsgerðin er orðin það flókin að fagleg barátta og pólitísk barátta verður ekki lengur aðskilin. Þarna er verkalýðshreyfingunni mikill vandi á höndum. Skipulag hennar allt og innri uppbygging er miðuð við að berja á andstæðingnum utanfrá. Baráttutæki hennar er verkfallsvopnið og ráðstöfun vinnuaflsins. Þeir sem ráða raunverulega fjármagn- inu og atvinnulífinu hafa fyrir löngu sett undir þennan leka. Þeir hafa meira að segja komið því þannig fyrir að geta sent bakreikning fyrir áunnum kjarabótum til verkafólksins gegnum ríkisvaldið i ýms- um formum. Til þess að breyta starfsaðferðum sínum þarf verkalýðshreyfingin að sýna mikinn kjark og taka mikla áhættu. Það er vandséð að hún eigi þó nokkurra betri kosta völ. Og á ýmsan hátt er verkalýðs- hreyfingin vel í stakk búin að leita á ný mið. Það er ekki einungis breytt þjóðfélag sem glíma verður við, heldur er efna- hagslíf íslendinga nú komið á það stig að á mörgum sviðum nálgast það hengiflug- ið. Ef þjóðin missir nú tökin á efnahags- lífinu, eða ástandið verður þannig að hinir nýju postular markaðshyggjunnar ná pólitískum völdum, verður róðurinn ekki auðveldur fyrir verkalýðshreyfing- una.Verkalýðshreyfingin verður nú að verja það sem unnist hefur. Okkur hætti stundum til að gleyma því sem unnist hefur. Þeir sem annaðhvort muna eða þekkja til sögunnar, vita að hér á íslandi var raunverulega gerð bylting, lífskjarabylt- ing. Þessi bylting var ekki gerð á hefð- bundinn hátt eins og tíðkaðist erlendis. íslendingar fóru sínar eigin leiðir. Þess- vegna heppnaðist þessi bylging betur en annarsstaðar. Engum grundvallarmann- réttindum var til að mynda fórnað á altari hennar. Þegar upp var staðið voru lífskjörin með því allra besta sem þekktist í heimin- 43

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.