Réttur


Réttur - 01.01.1981, Page 52

Réttur - 01.01.1981, Page 52
Áður en Keflavíkursamningurinn er runninn út, er meirihluti Alþingis vélað- ur til þess að láta ísland ganga inn í Atlantshafsbandalagið og gerði meiri- hlutinn það með því skilyrði að ekki yrði her á íslandi á friðartímum. Sjálf fór „samþykktin” fram með lagabrotum (brotum á þingsköpum) af hálfu meiri- hlutans. Skilyrðið um engan her á friðartímum1 var brotið tveim árum síðar, 1951, og grundvöllurinn fyrir samningnum um veru í Nato, þar með brottfallinn, enda hefur Nato lýst því yfir nú að „friður hafi verið hér í 30 ár”. Árið 1951 hertók amerískur her ísland að nýju 7. maí, en hafði áður látið ríkis- stjórn, sem var orðin Bandaríkjastjórn háð efnahagslega, skrifa undir beiðni um það hernám og kallað samning. Er það stjórarskrárbrot af ríkisstjórn að gera slíkt því samkvæmt 21. grein stjórnar- skrárinnar getur enginn aðili nema Al- þingi og forseti gert slíkt. „Samningur- inn um að biðja um innrás erlends hers” er því stjórnarskrárbrot, sem engin sam- þykkt Alþingis í hernumdu landi getur löghelgað eftir á. í krafti innrásarinnar 5. maí 1951 hef- ur amerískur her nú haldið landinu her- numdu í 30 ár. Þetta verður hver íslendingur að gera sér ljóst, sem eigi vill afsala sér réttindum til þess að vér íslendingar einir eigum að ráða landi voru. Framferði Bandaríkjanna gagnvart ís- landi í 40 ár er ein keðja ofbeldis, hót- ana, nauðungarsamninga, svikinna lof- orða og blákalds hernáms varnarlauss lands. Það er mál því linni áður en Banda- ríkjaher fórnar íslenskri þjóð sem peði fyrir auðkónga sína í því árásarstríði sem viti firrtir herdrottnar þeirra nú undir- búa. 52

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.