Réttur - 01.01.1981, Side 56
Það er lífsnauðsyn hverri þjóð og ekki síst oss íslendingum að horfast af fullu raun-
sæi í augu við það, sem nú hefur gerst í Bandaríkjunum: valdataka Reagans og harð-
vítugustu hernaðar- og árásaraflanna.
Berum þá stefnu, sem nú á að herða á, saman við það, sem bestu menn Bandaríkj-
anna hefðu gert, væru þeir nú lifandi og ráðandi.
Þegar að lokum heimsstyrjaldarinnar síðari dró spurði Churchill Roosevelt hve lengi
Bandaríkin myndu hafa herlið í Evrópu að stríði loknu. Roosevelt svaraði: ,,í hæsta
lagi tvö ár”.
Það er ljóst að ef menn eins og Roose-
velt og Henry Stimson, hermálaráðherra
hans, hefðu lifað lengur og stefna þeirra
fengið að ráða, þótt framkvæmd væri af
öðrum mönnum, þá liti heimurinn ekki
eins út og nú: á heljarþröm vegna ágangs
bandaríska auðvaldsins. En bestu stjórn-
málamönnum, sem unnu í Roosevelts
anda var eftir dauða hans alstaðar vikið
frá, enda áleit auðvaldið ameríska hann í
rauninni kommúnista.1
Hvað hefur gerst?
Árið 1933 höfðu Bandaríkin aðeins
herlið í þrem erlendum löndum.
Árið 1949, er Nato var stofnað, höfðu
þau herlið í 39 löndum.
Nú hafa þau herlið í 110 löndum.
Bandaríkin hafa erlendis 2500 her-
stöðvar, birgðageymslur og flugvelli. Þar
hafa 500 þúsund hermenn aðsetur sitt og
þar eru 12000 kjarnorkusprengjur.
Eftir dauða Roosevelts krafðist Banda-
ríkjastjórn 1. október 1945 þriggja her-
stöðva á íslandi til 99 ára sem amerískra
svæða: Keflavíkurflugvöll fyrir flugher
sinn, Skerjafjörð fyrir sjóflugvélar og
Hvalfjörð fyrir volduga flotastöð. — ís-
lendingar neituðu sem frjáls þjóð. —
Bandaríkin sátu samt kyrr á Keflavíkur-
velli.
Sovétríkin kölluðu í sama mund (1945-
6) her sinn heim, er frelsað hafði Norður-
Noreg og Borgundarhólm undan drottn-
un nasista.
Nú er bandaríska hervaldið að knýja
fram kjarnorku-hervæðingu í Vestur-
Evrópu, gera Þrándheim að voldugri
hergagna-birgðastöð í því árásarstríði,
sem það undirbýr — og hyggst gera
Keflavíkurvöll að höfuð-áfangastöð í
vopnaflutningum öllum til Þrándheims.
Og Reagan hótar þeim, sem rísa gegn
fyrirætlunum herdrottnanna öllu illu og
segist sérstaklega munu styðja með her-
valdi hvern þann harðstjóra, sem alþýða
manna reyni að steypa. Er hann þegar
byrjaður að senda miljónir dollara, vopn
og hermenn til harðstjórans í San Sal-
vador. — Og þetta er piaður sem stjórn-
ar því ríki, sem kúguð alþýða skóp fyrir
tveim öldum með því að rísa upp gegn
kúgurum sínum, háði sitt frelsisstríð í sjö
ár og reit í stjórnarskrá sína réttinn til að
rísa upp gegn harðstjórn og steypa henni.
Þegar horft er á þessa vítis-stefnu
drottnandi í ríkasta og hervæddasta ríki
heims, er hollt að hugsa til þeirra orða,
56