Réttur


Réttur - 01.01.1981, Side 62

Réttur - 01.01.1981, Side 62
Blóðstjórn herforingjaklíkunnar í E1 Salvador fékk fyrst 10 miljónir dollara til hergagnakaupa í Bandaríkjunum, nokkru síðar 25 miljónir dollara til hins sama. Það mun eiga að veita þessari böðulstjórn alls 200 miljónir dollara til þess að myrða lýðræðissinnaða íbúa landsins. Og svo eru auðvitað „ráðgjaf- ar” bæði CIA og Pentagon ( — hermála- ráðuneytisins), sendir með morðvopnun- um. Þeir eru sérfræðingar í að beita þeim til að myrða fátæka frelsisunnandi al- þýðu. — En þeim getur orðið hált á því: Víetnam er ekki gleymt. Læknar heimsins gegn kjarnorkustyrjöld Þátttakendur í fyrstu alþjóðlegri læknaráðstefnunni, sem fjallar um hvernig koma megi í veg fyrir kjarnorku- styrjöld, og háð var i Bandaríkjunum, hafa boðað stofnum alþjóðlegra sam- taka, til að einbeita kröftum lækna og heilsugæslustétta að því verkefni að koma í veg fyrir kjarnorkustyrjöld. Þetta var tilkynnt í rituðu skjali, sem útbýtt var á blaðamannafundi i Wash- ington. í skjalinu segir að afleiðingjar kjarn- orkustyrjaldar yrðu endalok mannkyns. Þátttakendur í ráðstefnunni segja að ef kjarnorkustyrjöld brytist út, myndu 200 miljónir manna láta lífið í fyrstu lotu, og meira en 60 miljónir særast. Morðtilraun við Reagan Þann 30. mars sl. var gerð morðtilraun við Reagan Bandaríkjaforseta af, að því er virðist, geðveilum, fyrrverandi ný- nasista. Fór kúla í hægra lunga forset- ans, en uppskurður tókst vel og forsetinn talinn á góðum batavegi. Það virðist vera óhugnanlegt að vera stjórnmálamaður í fremstu röð þar vestra: Innan 20 ára tímabils hafa þeir allir verið myrtir John Kennedy forseti, Robert dómsmálaráðherra bróðir hans, Martin Luther King o.fl. — Máske er þetta ekki óeðlilegt í ríki, þar sem maður er myrtur á fjórðu hverri mínútu, en það er vissulega ömurlegt að stjórnvöld, sem þykjast ætla að vernda heil lönd, skuli ekki einu sinni geta verndað sinn eigin forseta fyrir hálfvitlausum samlöndum. — Auðvitað er það annað mál, ef CIA stendur sjálf að forsetamorði, svo sem grunur leikur á um morðið á John Kennedy, þegar lögreglan lætur annan mann skjóta morðingjann í höndum sér og skýtur svo sjálf þann, er myrti, svo ekki sé fært að grafast frekar fyrir um aðstæður í því máli. En ekki mun leika grunur á að CIA eigi neinn þátt í morðtilrauninni 30. mars. 62

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.