Réttur


Réttur - 01.01.1982, Blaðsíða 8

Réttur - 01.01.1982, Blaðsíða 8
okkur hefur langað til að gera því að við, eins og flestir aðrir, gerum okkur grein fyrir að tekjur og gjöld í búskap borgarinnar verða að standast á. Raunar tel ég mig hafa efni á að fullyrða að við höfum gætt þessa grundvallaratriðis betur en fyrrverandi meirihluti gerði a.m.k. á síðustu stjórnarár- um sinum. Borgin var í þeirra höndum orðin vandræðafyrirtæki sem greiddi reikninga seint og illa, en nú fer allt annað orð af borg- arsjóði meðal viðskiptamanna hans. Kenning þeirra íhaldsmanna að þeir einir kunni með fjármál að fara verður næsta brosleg í þessu ljósi. Það er tvennt sem hæst ber í áróðri Sjálf- stæðismanna. í fyrsta lagi er sagt, álögur á borgarbúa hafa þyngst óhóflega og svo er talað um of litlar framkvæmdir. Staðreyndina um álögurnar er að finna í samanburðarskrá í Sveitarstjórnartíðindum um álögur í öllum kaupstöðum á landinu árið 1981. Kaupstaðirnir eru 22 og 16 þeirra eru með hærri útsvarpsprósentu en Reykjavík. Aðeins þrjú sveitarfélög eru með lægri fast- eignagjöld en Reykjavík, sex með það sama, en 12 með hærri gjöld. Þess ber svo einnig að geta, að í Reykjavík fá ellilífeyrisþegar sjálf- krafa lækkun á fasteignagjöldum ef tekjur þeirra eru undir ákveðnu lágmarki. Framkvæmdir borgarsjóðs og fyrirtækja borgarinnar eru örugglega miklu meiri en orðið hefði undir íhaldsstjórn. Það marka ég t.d. af tillögum þeirra um niðurskurð á framkvæmdafé við afgreiðslu fjárhagsáætl- unar fyrir árið 1981, og því að þeir töldu okkur færast of mikið í fang sumarið 1978 þegar Ijóst var orðið að viðskilnaður þeirra í fjármálum hafði ekki verið sem skyldi. í grein í Rétti 1981,2. hefti, fjallaði ég um framkvæmdir í þágu aldraðra, fatlaðra og barna á forskólaaldri fram að þeim tíma. Hér ætla ég ekki að tíunda stofnanir fyrir aldraða eða það sem gert hefur verið til hags- bóta fyrir fatlaða, en ég nefni nokkar aðrar framkvæmdir. Tólf nýjar dagvistarstofnanir hafa tekið til starfa á kjörtímabilinu og ég minni á þá skóla sem einkum hefur verið unnið við, en það eru Seljaskóli, sem allur hefur verið byggður á kjörtímabilinu, Öldu- selsskóli og Fjölbrautaskólinn í Breiðholti. Ég minni á æskulýðsmiðstöð í Árbæ, sund- laug við Fjölbrautaskólann, íþróttamiðstöð í Bláfjöllum og menningarmiðstöð við Gerðu- berg i Breiðholti. Siðan má víkja að undir- stöðuframkvæmdum í þágu atvinnulífsins og nefna tvo nýja togara, endurbætur á frystihúsi BÚR og endurbætur við höfnina, og ekki er vert að gleyma nýjum íbúðahverf- um með tilheyrandi götum og lögnum. Ásakanir Sjálfstæðismanna um óhóflegar gjaldtökur, lélega fjármálastórn og litlar framkvæmdir eru þannig gjörsamlega á skjön við veruleikann. En ekki megum við sósíalistar vanmeta getu þeirra og vilja til þess að hamra sínar fullyrðingar inn í hug- skot Reykvíkinga, til þess hafa þeir fjár- magnið og Morgunblaðið. Það er hörð og óvægin barátta framundan um völdin í Reykjavíkurborg og þar með um völd og áhrif í þjóðfélaginu. 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.