Réttur


Réttur - 01.01.1982, Blaðsíða 54

Réttur - 01.01.1982, Blaðsíða 54
dótturfyrirtæki, sem m.a. rekur súrálsvinnslu í Gove í Ástralíu. Moment hefur einnig verið ráðgjafi fjölmargra ríkisstjórna og alþjóða- stofnana í sambandi við samninga um ál og áliðnað. Einnig má nefna Carlos Varsavsky, fyrrum forstjóra álbræðslu í Argentínu, en hann er nú tengdur þeirri stofnun Samein- uðu þjóðanna, sem fjallar um fjölþjóða fyrirtæki. Þá leitaði iðnaðarráðuneytið lögfræðilegs álits breska lögfræðifyrirtækisins D.J. Free- man & Co um samningslegar skuldbindingar Alusuisse, þ. á m. gildi svonefnds aðstoðar- samnings milli ísal og Alusuisse, og var það álit mjög forvitnilegt, svo ekki sé meira sagt. Jafnframt var unnið að athugun málsins hér innanlands, og má þar nefna 5 manna starfshóp iðnaðarráðuneytisins, en í honum voru: Halldór V. Sigurðsson, ríkisendur- skoðandi, Stefán Svavarsson, endurskoð- andi, Finnbogi Jónsson, deildarstjóri í iðn- aðarráðuneytinu, Ragnar Árnason, lektor, Ragnar Aðalsteinsson, hrl., Pétur G. Thor- steinsson, lögfræðingur í iðnaðarráðuneyt- inu og Ingi R. Helgason, lögfræðingur. Þannig sameinaðist í rannsókn á þessum súrálsviðskiptum bæði alþjóðleg og íslensk sérfræðiþekking í viðskiptum, tækniefnum og lagalegum efnum. Og þegar upp var staðið reyndist þessi vandaða málsmeðferð hafa skilað mjög góð- um árangri, og staðfesti í öllu það mat iðn- aðarráðherra frá í desember 1980, að Alu- suisse hafi ekki staðið við gerða samninga og hlunnfarið bæði ísal og íslenska ríkið í við- skiptum. Svindlið reyndist 16—25 m. dollara En hver varð svo niðurstaðan af þessari víðtæku athugun? Aðalskýrslan sem fram var lögð í málinu var skýrsla enska endur- skoðunarfyrirtækisins Coopers & Lybrand. Með skýrslu þeirra fylgir bréf til iðnaðar- ráðuneytisins, þar sem meginniðurstaða málsins er saman tekin í eina setningu: ,, ... our conclusion is that the accusations of over-pricing of alumina are justified.” „niðurstaða okkar er að ásakanir um yfir- verð á súráli eigi við rök að styðjast”, segja hinir bresku endurskoðendur. Niðurstaðan er í raun sú að Alusuisse hef- ur brotið tvo samninga með verðlagningu sinni á súráli. í fyrsta lagi hefur Alusuisse brotið aðalsamninginn um álverið, en sam- kvæmt honum skuldbatt Alusuisse sig til að útvega ísal súrál á verði eins og það tíðkaðist í viðskiptum óskyltlra aðila — eða á svo- nefndu armlengdar verði (arms-length price). Að mati Coopers & Lybrand hækkaði Alusuisse verð súráls á þessum grundvelli um 16.2 — 18.5 milljónir dollara. í þessari niðurstöðu styðjast endurskoð- endur við útreiknað meðaltal, sem þeir byggja á hagskýrslutölum og öðrum upplýs- ingum um óháð viðskipti. En finna má miklu hagstæðari viðskipti á armslengdargrund- velli, og þar af leiðandi meira svindl af hálfu Alusuisse. Jafnframt er í þessum tölum búið að taka tillit til þeirra athugasemda Alusuisse, sem endurskoðendurnir töldu að eðlilegt væri að taka tillit til. Þessi verðviðmiðun — armslengdarverð — er tilgreind í aðalsamningi, svo sem fyrr segir. En sú viðmiðun er hin almennasta í samningum við fjölþjóðafyrirtæki, sem hafa alla þætti framleiðslunnar í hendi sér, allt frá námuvinnslu til sölustarfs, og gætu því hag- rætt verðinu eins og þeim þóknast, m.a. í skattaskyni, ef ekki væru varnaglar af þessu tagi. Reyndar hafa þeir sýnt sig að vera tak- 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.