Réttur


Réttur - 01.01.1982, Blaðsíða 42

Réttur - 01.01.1982, Blaðsíða 42
fyrir á heimilinu, þegar kraftarnir eru farnir að þverra og geta til flestra hluta ekki orðin nein, það sé aðeins farið að valda vandræð- um og erfiðleikum. Það hlýtur að valda gremju, beiskju og kvíða í huga farlama öld- ungs að skynja ástand sitt á þennan hátt. Við getum ekki komið svona fram. Sú kynslóð, sem nú er að kveðja og þarfnast hjálpar okk- ar hvað mest er einmitt sú kynslóð, sem lagði grundvöllinn að velferðarþjóðfélaginu, sem við búum i núna. Með knýttum hnefum barðist hún fyrir tilveru okkar á kreppuárun- um, og mátti stundum ekki milli sjá hvort þjóðin hjarði áfram eða lyti í lægra haldi fyrir erfiðleikunum. Sú kynslóð er ég hefi nú verið að segja frá mótaði að miklu leyti þá velgengni er við búum nú við og hefur lagt flest upp í hendurnar á okkur. En eigum við þá að láta sem við höfum gleymt þessu öllu og ekki þykjast kannast við þetta fólk, þegar það þarfnast hjálpar okkar? Eigum við að láta það veslast upp í umhirðuleysi og þjáningu og kasta því milli okkar, láta það finna, að við viljum ekkert með það hafa? Er sú skylda okkar ekki orðin nægilega augljós, að okkur ber að reka af okkur sliðruorðið og reyna að búa eitthvað í haginn fyrir þessa ágætu kynslóð, sem nú kveður innan skamms og gera henni ævikvöldið bjart? Og jafnframt búum við einnig í haginn fyrir okkur sjálf, því brátt kemur röðin að okkur hvort sem við erum miðaldra eða yngri. Merkið hafið í Kópavogi Fyrir tæpum 4 árum boðuðu Sóroptim- istasystur í Kópavogi til fundar um öldrunar- mál og vandamál um vistun aldraðra á hjúkrunarstofnunum. Voru til kvaddir fulltrúar frá 11 aðilum. Þessi merki fundur var haldinn 6. apríl 1978, og í framhaldi af honum síðar í mánuðinum var samþykkt tillaga frá fulltrúum Rauða krossins í Kópa- vogi að þessi þjónustufélög og samtök er til voru kölluð skyldu sjálf hrinda í fram- kvæmd hugmyndinni um stofnun og bygg- ingu Hjúkrunarheimilis aldraðra í Kópavogi. Og niðurstaðan varð sú, að 9 þeirra félaga, sem upphaflega tóku þátt í umræðum hófu undirbúningsstörf. Var að þeim unnið á fundum, sem stóðu með stuttum hléum út árið 1978 og var í árslok samþykkt skipulags- skrá fyrir „Hjúkrunarheimili aldraðra í Kópavogi”. Sjúkrahús eða hjúkrunarstofnun aldrei verið í Kópavogi í Kópavogi hefur aldrei verið til neitt, sem heitið geti hjúkrunarheimili eða sjúkrahús. Við höfum alltaf leitað til nágrannabyggðar- laga með slíka þjónustu, enda að mörgu leyti eðlilegt, þar sem 3 stærstu og best búnu sjúkrahúsin eru svo að segja í seilingarfjar- lægð. Bygging Heilsuverndarstöðvar og síð- arheilsugæslustöðvar hafði lengi staðið fyrir dyrum og lítið miðað. Virtist það eitt ætla að verða bæjarfélaginu ærinn baggi að axla, og þjóðfélagið í heild hefur í mörg horn að líta í heilsugæslumálum. Sú hugmynd að fara að mynda enn einn þrýstihópinn, sem beindi sér að bæ og ríki, virtist ekki sérlega líkleg til árang- urs, enda hvorki frumleg né stórmannleg. Samin skipulagsskrá Eins og að framan greinir tók mjög langan tíma, að fullgera skipulagsskrána, en til þess var kosið sérstakt fulltrúaráð með jafnri aðild félaganna. Var mikið verk að sam- ræma mismunandi sjónarmið og viðhorf fulltrúanna, en að lokum gerðist kraftaverk- ið. Fullbúin stofnskrá vitnaði um vel heppn- að samstarf hinna 9 félaga og hlaut hún stað- festingu dómsmálaráðuneytis óbreytt. 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.