Réttur - 01.01.1982, Blaðsíða 19
Á þessu ári eru liðin 80 árfrá því Sigfús Sigurhjartarson, einn besti forvígis-
maður sósíalismans á Islandi, fœddist — þann 6. febr. 1902, — og 30 ár síðan
hann andaðist 15. mars 1952, aðeins fimmtugur að aldri. Verður hans nú
minnst nokkuð í„RéttV', en þó aðallega látinn tala sjálfur til eftirlifendanna í
einni eða tveim afþeim rœðum, er hann flutti í lifanda lífi.
EINAR OLGEIRSSON:
Bjargvættur
á örlagastund
Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalista-
flokkurinn hafði aðeins fengið að starfa
rúmt ár, eftir að Kommúnistaflokkur íslands
og vinstri armur Alþýðuflokksins höfðu
sameinast og stofnað Sósíalistaflokkinn 24.
okt. 1938, þegar eitthvert versta óveður, sem
á hefur skollið í íslenskum stjórnmálum,
hófst og hatrammasta ofsókn var hafin gegn
flokknum, er leggja skyldi hann að velli, ef
afturhaldið fengi óskum sínum framgengt.
Þær ofsóknir stóðu í rúm 3 ár (1939—42) og
hefur annarsstaðar verið greinilega um þær
ritað.
En það, sem varð þó flokknum hættuleg-
ast var að sjálfur formaður hans, Héðinn
Valdimarsson, setti það á oddinn að flokkur-
inn tæki í blaði sínu Þjóðviljanum, opinber-
lega og einhliða afstöðu gegn Sovétríkjunum
í finnsk-rússneska stríðinu, en við gömlu
kommúnistarnir og Sigfús lögðum til að
ritað yrði frjálst frá báðum sjónarmiðum.
(Við Sigfús vorum ritstjórar blaðsins.)
En Héðinn knúði á með sína afstöðu og
hefði framkvæmd hennar jafngilt því að
setja þá Arnór Sigurjónsson og Þorstein Pét-
ursson sem ritstjóra Þjóðviljans, en setja
okkur Sigfús frá. Tillaga Héðins var sam-
þykkt 2. des. 1939 með eins atkvæðis mun
(5 : 4) í framkvæmdanefnd flokksins, en
skotið til flokksstjórnar og felld þar með
tveggja atkvæða mun.
Það réði úrslitum í þessum hörðu átökum
að Sigfús tók eindregna afstöðu gegn tillögu
Héðins og það er engum vafa bundið að
þessi afstaða hans og barátta bjargaði flokkn-
um frá því að sundrast og verða áhrifalaus í
íslenskum stjórnmálum. Héðinn og nokkrir
miðstjórnarmeðlimir sögðu sig að vísu úr
flokknum, en besta liðið úr vinstra armi Al-
þýðuflokksins, — eins og Sigurður Guðna-
son o.fl. — varð eftir og stóðst eldskírnina,
er framundan var.
Það var gifta íslenskrar alþýðu að eiga Sig-
fús Sigurhjartarson í fylkingarbrjósti flokks-
ins á þessari örlagastundu. Ef hann hefði
ekki bjargað einingu og festu þess flokks þá
— og hann sundrast sem forustuafl, þá er
óvíst að stórviðburðir næsta hálfs áratugs:
skæruhernaður og nýsköpun atvinnulífsins,
hefðu getað gerst. íslandssagan og lífsaf-
koma íslensks verkalýðs hefði þá orðið önn-
ur og verri, því á þessu tvennu byggðist lífs-
kjarabyltingin 1942—44, sem Sósíalista-
flokkurinn hafði forustu í.
En ofsóknirnar, allt frá „bannfæring-
19