Réttur


Réttur - 01.01.1982, Blaðsíða 19

Réttur - 01.01.1982, Blaðsíða 19
Á þessu ári eru liðin 80 árfrá því Sigfús Sigurhjartarson, einn besti forvígis- maður sósíalismans á Islandi, fœddist — þann 6. febr. 1902, — og 30 ár síðan hann andaðist 15. mars 1952, aðeins fimmtugur að aldri. Verður hans nú minnst nokkuð í„RéttV', en þó aðallega látinn tala sjálfur til eftirlifendanna í einni eða tveim afþeim rœðum, er hann flutti í lifanda lífi. EINAR OLGEIRSSON: Bjargvættur á örlagastund Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalista- flokkurinn hafði aðeins fengið að starfa rúmt ár, eftir að Kommúnistaflokkur íslands og vinstri armur Alþýðuflokksins höfðu sameinast og stofnað Sósíalistaflokkinn 24. okt. 1938, þegar eitthvert versta óveður, sem á hefur skollið í íslenskum stjórnmálum, hófst og hatrammasta ofsókn var hafin gegn flokknum, er leggja skyldi hann að velli, ef afturhaldið fengi óskum sínum framgengt. Þær ofsóknir stóðu í rúm 3 ár (1939—42) og hefur annarsstaðar verið greinilega um þær ritað. En það, sem varð þó flokknum hættuleg- ast var að sjálfur formaður hans, Héðinn Valdimarsson, setti það á oddinn að flokkur- inn tæki í blaði sínu Þjóðviljanum, opinber- lega og einhliða afstöðu gegn Sovétríkjunum í finnsk-rússneska stríðinu, en við gömlu kommúnistarnir og Sigfús lögðum til að ritað yrði frjálst frá báðum sjónarmiðum. (Við Sigfús vorum ritstjórar blaðsins.) En Héðinn knúði á með sína afstöðu og hefði framkvæmd hennar jafngilt því að setja þá Arnór Sigurjónsson og Þorstein Pét- ursson sem ritstjóra Þjóðviljans, en setja okkur Sigfús frá. Tillaga Héðins var sam- þykkt 2. des. 1939 með eins atkvæðis mun (5 : 4) í framkvæmdanefnd flokksins, en skotið til flokksstjórnar og felld þar með tveggja atkvæða mun. Það réði úrslitum í þessum hörðu átökum að Sigfús tók eindregna afstöðu gegn tillögu Héðins og það er engum vafa bundið að þessi afstaða hans og barátta bjargaði flokkn- um frá því að sundrast og verða áhrifalaus í íslenskum stjórnmálum. Héðinn og nokkrir miðstjórnarmeðlimir sögðu sig að vísu úr flokknum, en besta liðið úr vinstra armi Al- þýðuflokksins, — eins og Sigurður Guðna- son o.fl. — varð eftir og stóðst eldskírnina, er framundan var. Það var gifta íslenskrar alþýðu að eiga Sig- fús Sigurhjartarson í fylkingarbrjósti flokks- ins á þessari örlagastundu. Ef hann hefði ekki bjargað einingu og festu þess flokks þá — og hann sundrast sem forustuafl, þá er óvíst að stórviðburðir næsta hálfs áratugs: skæruhernaður og nýsköpun atvinnulífsins, hefðu getað gerst. íslandssagan og lífsaf- koma íslensks verkalýðs hefði þá orðið önn- ur og verri, því á þessu tvennu byggðist lífs- kjarabyltingin 1942—44, sem Sósíalista- flokkurinn hafði forustu í. En ofsóknirnar, allt frá „bannfæring- 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.