Réttur


Réttur - 01.01.1982, Blaðsíða 58

Réttur - 01.01.1982, Blaðsíða 58
af svipaðri stærð og álverið í Straumsvík. Hún heitir Alusaf. Alusuisse er minnihluta- eigandi í fyrirtækinu (18°7o) en rikisstjórnin í S.Afríku á meirihluta (67%) í fyrirtækinu. Samningur var gerður milli Alusuisse og Alusaf um að Alusuisse sæi bræðslunni fyrir súráli og rafskautum, og kom súrálið frá Gove í Ástralíu og rafskautin frá Rotterdam. Sem sé frá sömu stöðum og ísal fær sitt hrá- efni. Á svipuðum tíma og fór að verða vart hækkunar í hafi til ísal fór súrálsverð og raf- skautaverð einnig hækkandi hjá Alusaf. Þetta sætti meirihlutaeigandinn sig ekki við og sagði upp samningnum við Alusuisse og bauð súrálsviðskiptin út. Fékk Alusaf samning við Alcoa um súrálskaup til langs tíma á miklu hagstæðara verði en Alusuisse vildi bjóða. Jafnframt hætti Alusaf að kaupa rafskaut frá Alusuisse. Leituðu þeir fyr?t eftir kaup- um á rafskautum annarsstaðar, en að lokum varð niðurstaðan sú að þeir reistu rafskauta- verksmiðju við hlið álversins og framleiða til eigin þarfa þar, og það á mun hagkvæmari kjörum en þeir áður keyptu frá Alusuisse. Og sjá menn þar gildi þess að eiga meirihluta í slíku fyrirtæki. Léttvæg mótrök Viðbrögð ísal og Alusuisse við þeim upp- lýsingum sem fram komu í athugun iðnaðar- ráðuneytisins voru ákaflega forvitnileg og sýndu nokkuð ljóslega að málefnaleg staða þeirra var mjög lakleg. Forstjóri ísal lagði megináherslu á að hér væri á ferðinni aðför að álverinu og starfsmönnum þess, rétt eins og hinir almennu starfsmenn í álverinu hefðu eitthvað með fjármagnstilfæringar auð- hringsins að gera. Hann hélt því blákalt fram að álverið í Straumsvík væri baggi á Alu- suisse og að kröfur á hendur Alusuisse gætu leitt til lokunar álversins. Staðreyndin er hinsvegar sú að álverið í Straumsvík er viður- kennt sem mjög hagkvæmt fyrirtæki. Þar ræður mestu að raforkuverð er ekki nema þriðjungur af því sem önnur álver greiða, þ.e. þau sem greiða verð í lægri kantinum, og allt niður í sjöunda hluta, sé miðað við þau álver sem þurfa að greiða hátt verð fyrir raforkuna. Enda sýnir það sig ef nýting ál- versins er borin saman við nýtingu annarra álvera í eigu Alusuisse, að ísal er alltaf í toppi með nýtingu. Þegar samdráttur er í sölu á áli, þá dregur Alusuisse úr framleiðslu í óhagkvæmum verksmiðjum, en ekki í Straumsvík. Einungis árið 1974 var nýting álversins í Straumsvík undir meðaltali Alu- suisse, en önnur ár er nýtingin í Straumsvík yfirleitt töluvert hærri. Árið 1977 er nýtingin í Straumsvík 97%, en meðaltal fyrir allar verksmiðjur Alusuisse 92%. Árið 1978 var nýtingin í Straumsvík 98.5% en meðaltal Alusuisse 93%. Mótbárur móðurfyrirtækisins Alusuisse voru heldur málefnalegri en flaumurinn frá forstjóranum í Straumsvik. Þegar Alusuisse svaraði voru það tvö atriði sem þeir týndu til, og mátu upp á 26 milljónir dollara. Annarsvegar véfengdi Alusuisse mat Coopers & Lybrand á því hvað væri eðlilegt verð í viðskiptum óskyldra aðila, og hinsveg- ar tiltóku þeir, sem fyrr segir, upphæð upp á 26 milljón dollara, sem þeir hefðu lagt ísal til, ýmist í formi beinna styrkja eða í formi góðs verðs fyrir ál það sem þeir seldu fyrir ísal. Um fyrri mótbáruna er það að segja, að margir aðilar áttu þátt í því að meta hvert væri eðlilegt verð í vipskiptum óskyldra aðila. Coopers & Lybrand vógu og mátu þau gögn sem inn komu og fundu út einskonar 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.