Réttur


Réttur - 01.01.1982, Qupperneq 14

Réttur - 01.01.1982, Qupperneq 14
inn og lét ekki á mig fá þó ég væri dálítið krímugur í andlitinu af mjölryki, ég var nefnilega að mæta skáldi alþýðunnar skáldi íslands eins og drengurinn sagði við mig forðum á dauðastundinni. Og ekki varð ég fyrir vonbrigðum, aldrei hafði svo velklædd- ur maður heilsað mér af þvílíkri kurteisi, hann rétti mér hendi og sagðist vonast til að við ættum eftir að sjást þó siðar væri, síðan fór hver sína leið. Bækur Halldórs Kiljan Laxness áttu eftir að vekja storma og stríð á íslandi og það allt fram að Nóbelsverðlaunum 1955, og skipta landsmönnum í tvö horn, enda var hver bók- in af annarri talin af ábyrgum ritskýrendum einn stærstur og mestur menningarviðburður íslenskur frá því Snorri í Reykholti stóð við púltið sitt og gnuddaði broddi fjaðrafals, fast að letrarspeldi, auk þess voru ritverkin lögð á metaskálar meðal bóka sem hæst risu á alþjóða menningar mælikvarða. í fimm- þúsund manna bæ fyrir norðan gat enginn bókamaður verið án Laxness bóka, og þar sá ég í húsi eins broddborgarans sem auk þess var fagurkeri, hvar Alþýðubókin og allar hinar með tölu röðuðu sér í hillu í bókaher- berginu þar sem bókaauðurinn var svo auð- sær að sjálf Guðbrandsbiblia lá í skrautlegu viðhafnarbandi á sínu eigin viðhafnarborði undir þeirri sömu hillu. Og vissulega væri margs að minnast frá Akureyri í þá veru. Síðar þegar ég kom til höfuðborgarinnar og gisti systkini mín kom ég í hús til konu að norðan sem við hlið síns eiginmanns hafði grætt offjár á stríðinu og var þá komin í bland við forríkt fólk. Sú kona og það fólk hafði lengi verið í andstöðu við höfund Al- þýðubókarinnar vegna stöðu sinnar í hópi nýríkra. Nú sá ég mér til furðu að í stássstof- unni og þar í fallegum bókaskáp voru nokkrar bækur eftir Halldór Kiljan Laxness allar í grænu skinnbandi. — Nú jæja, sagði ég þú ert þá farin að lesa bækur skáldsins, — lesa, sagði konan, nehei svo Iangt er ég nú ekki leidd, en maður verður að eiga þetta. í húsi bróður míns voru allar Laxnessbæk- ur til í hillum og á borðum í þokkalegum um- búðum, þær bækur báru þess vitni að hafa verið lesnar. Geta skal þess að þessi sami bróðir minn var í Gúttó-slagnum ásamt Þórði gamla halta 1932. (Sjö töframenn) Til að slá heillegar botni í þetta greinar- korn varð mér fyrir að grípa til bókarinnar Sjálfstætt fólk og kom þar niður sem Bjartur, fyrrum sjálfseignarbóndi át stolið brauð með verkfallsmönnum, kominn í kaupstaðinn eftir að hafa reist sér burðarás um öxl í Sumarhúsum og var að því kominn að flytja að Urðarseli, eignalaus maður að kalla svo skuldunum vafinn að hann fékk ekki svo mikið sem eina rúgmélslúku út á sitt eigið nafn í kaupfélaginu. Verkfallsmenn fundu Bjart bónda og son hans Gvend sem með honum var, undir berum himni og áttu hvergi annarsstaðar innangengt, og buðu honum upp á kaffi og rúgbrauð í bragga sem var þeirra bækistöð og þar sváfu þeir feðgar af um nóttina. Verkfallsmenn áttu von á að í odda skærist með þeim og andstæðingunum á næsta degi og orðfærðu það við Bjart að hann staldraði við. En Bjartur bóndi var því óviðbúinn og átti enn langt í land, hann sagðist fara norður í býtið í fyrramálið. — En hann Gvendur litli þarna getur orðið eftir hjá ykkur, mér er ósárt þó Rauðsmýrarhel- vítin verði barin. — Heyrðirðu það, þú verður eftir hjá þessum drengjum, Gvendur. — Hann skal fá vinnu ef við sigrum, sögðu þeir, við tökum hann í félagið strax. Og þar með var sonur bóndans genginn í lið með verkamönnum og orðinn þátttakandi í upp- reisn alþýðunnar gegn auðvaldinu, í anda Alþýðubókarinnar. 14
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.