Réttur


Réttur - 01.01.1982, Blaðsíða 11

Réttur - 01.01.1982, Blaðsíða 11
stiganum, að þeir svo mikið sem litu í bækur eftir Halldór Kiljan Laxness, lásu Alþýðu- bókina þó ekki væri til annars en hneykslast á innihaldinu, sumir þessara þetri borgara urðu bölsýnir vegna þess sannleika sem var og er yfirbragð bókarinnar. Það gat orðið þeim erfiðara málpípum auðvaldsins að sporna við uppreisn alþýðunnar ef skáldin tækju upp þá nýbreytni svona hvert eftir annað að skjóta skildi fyrir kommúnistana og ljá þeim að auk vopn í hendur og Alþýðu- bókin var biturt vopn. Millistéttamenn vissu fullvel hve staða þeirra var fallvölt, þeir urðu að þjóna yfirstéttinni, enda með þrefalt kaup verkamanna, og þeir urðu að standa sig við þá iðju að halda alþýðunni niðri. Mér var það fullkunnugt að margir þeir menn sem annars voru bestu skinn og guðsdýrkendur, fylltust heift og bölmóði út í skáldið að hann skyldi voga sér að segja annað eins og komið var á prent upp í opið geðið á þjóðinni, sem sagt yfirstéttinni. En hvað um það, í kjölfar þessara stóru stunda í menningarlífi þjóðarinnar þegar stofnaður var kommún- istaflokkur og gengið svo hart fram á þeim næstu árum að boðskapurinn um ,,vorn rétt til að lifa eins og menn” birtist í kröfugerð- um og átökum og varð að lífsreglu. Menn lítilla sem stórra kaupstaða skiptust í tvo hópa, rauðliða og hvítliða, stríðsmenn alþýðunnar og málaliða auðvaldsins og slógust um brauð fátæka mannsins svo sem í Gúttóslagnum og Nóvudeilunni árin 1932 og 1933. Á þessum árum þegar berklar og atvinnu- leysi mörkuðu mér Þrönga veginn, var ekki hægt að kaupa bækur og þá varð mér helst til bjargar að konan mín stundaði Amts- bókasafnið reglulega árum saman og sem lánsbækur las ég allar Laxnessbækur sem út komu á fjórða áratugnum. Sjálfstætt fólk eignaðist ég fyrst eftir að Pálmi Jónsson setti upp fornbókaverslun, hetjusagan er með stimpli Lestrarfélags Öxndæla, þá hafði bókin gengið boðleiðina um dalinn og hafði á þeirri leið tekið á sig mikla hrakninga og var að þvi loknu seld fornsala, eftir það voru bækurnar sem áttu að heita í bandi svo mik- ið lesnar og handfjatlaðar að það er ósköp að sjá þær í hillu. Eftir að hafa lesið bækur Halldórs Kiljan Laxness, Barn náttúrunnar, (frá 1919) Fegurð Himinsins (1940) og allt þar á milli Halldór I.axncss vcslur í I.os Anndcs 1929, cr hann reit Alþvrtuhókina. 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.