Réttur - 01.01.1982, Blaðsíða 52
Engilbert Guðmundsson
Sósíalistar voru andvígir frá upphafi
Það var á viðreisnartímabilinu miðju, að
til starfa tók álver í svissneskri eigu suður í
Straumsvík við Hafnarfjörð. Strax þá hófust
þær deilur, sem árin 1981—82 náðu hápunkti
með „súrálsmálinu”. Þegar álsamningurinn
var gerður lögðust stjórnarandstöðunokk-
arnir, Alþýðubandalag og Framsókn gegn
honum en viðreisnarflokkarnir, Sjálfstæðis-
flokkur og Alþýðuflokkur höfðu hann í
gegnum Alþingi.
Gagnrýni sósíalista á þeim tima byggðist á
tveimur meginstoðum, og segja má að á
þeim hafi hún hvílt allar götur síðan. Annars-
vegar gagnrýndu þeir að erlendum auðhring
skyldu veitt þau itök í íslensku efnahagslífi,
að mega reka hér fyrirtæki, algerlega í er-
lendri eigu og utan íslenskrar lögsögu, þótt
það væri nánast í skotfæri við Alþingi ís-
lendinga. Hinsvegar var hinn smánarlegi raf-
orkusölusamningur við álverið gagnrýndur
mjög harkalega.
Strax þá grunaði sósíalista að samningur-
inn um álverið í Straumsvík væri aðeins upp-
haf að mun umfangsmeiri innreið erlendra
auðhringa í efnahagslíf okkar. Enda kom
það á daginn þegar fundvísir menn komust
yfir hina makalausu „Áætlun Integral”, seni
kvað á um nýtingu á meginhlutanum af
vatnsorku íslendinga til stóriðju á vegum
Alusuisse, og áttu þá ekki aðeins verksmiðj-
urnar að vera í erlendri eigu heldur virkjan-
irnar líka. Þegar flett var ofan af áætlun
Integral sljákkaði um skeið nokkuð í álpost-
ulum, en að sjálfsögðu geymdu þeir draum-
inn um öll álverin áfrani í hugskotum sínum.
Þegar Magnús Kjartansson settist í iðnað-
arráðuneytið neytti hann þeirra heimilda er í
álsamningnum voru um endurskoðun, og
leitaði þá iðnaðarráðuneytið til hins breska
endurskoðunarfyrirtækis Coopers & Ly-
brand, en þeir koma meir við sögu síðar. I
skýrslu sem Cooper & Lybrand skiluðu af sér
1975, en þá var Gunnar Thoroddsen orðinn
iðnaðarráðherra, kemur í ljós að Alusuisse
er farið að hækka súrálið í hafi.
Það er ekki fyrr en með komu Hjörleifs
Guttormssonar í iðnaðarráðuneytið, að
aftur er tekinn upp þráðurinn með að fylgj-
ast með viðskiptum ísal og Alusuisse.
Allan þennan tima héldu sósíalistar uppi
gagnrýni á starfsemi álversins, og þá einkum
á verðlagninguna á raforkunni. En lengst af
var hún þannig að álverið fékk nær helming
af raforku landsmanna, en greiddi um 10°7o
af heildargreiðslum fyrir raforkuna. Þetta
52