Réttur


Réttur - 01.01.1982, Qupperneq 16

Réttur - 01.01.1982, Qupperneq 16
hans, tæki við af honum og tryggði þjóð- unum frið að stríði unnu. Því vildi hann fá Henry Wallace varaforseta fyrir sig á flokksþingi demókrata í júlí 1944 í Chicago. Hann vissi hve heilsu sinni hrakaði og vildi umfram allt tryggja frið- arstefnu sigur. — En auðmannaklíka Wall Street vildi fá auðsveipan, kaldrifj- aðan, samviskulausan þjón sinn í embættið og fékk það.: Truman. Strax að stríðinu loknu hóf því Truman hið kalda árásarstríð „hernað- ar- og stóriðju-klíkunnar” gegn mann- kyninu, er nú skyldi undirorpið drottnun þessarar klíku, er ofmetnast hafði af gíf- urlegum stríðsgróða sínum og einokun kjarnorkusprengjunnar. Afleiðingin er að mannkynið er nú á barmi tortímingar í kjarnorkustríði. Þetta óttaðist Sósíalistaflokkurinn, er Roosevelt féll frá. Því segir m.a. í leiðara Þjóðviljans 14. apríl 1945 undir fyrir- sögninni „Roosevelt látinn.”: „Roosevelt Bandaríkjaforseti er látinn. Þessi helfregn er reiðarslag fyrir alla þá, sem unna frelsi og treysta á frið komandi kynslóðum til handa. Mitt í glæsilegustu sigurfregnunum af striðinu berst þessi harmafregn um ósigur, sem lífið hefur beðið i bar- áttunni um friðinn. Með Roosevelt er hniginn einn af fremstu stjórnskör- ungum veraldarsögunnar, góður og vitur maður, sem þjóð hans mun ætíð setja á bekk með Washington, Jefferson og Lincoln. Hann féll á verðinum sem æðsti leiðtogi Bandaríkja- hers. Hann fórnaði lífi sínu vitandi vits eins og þúsundir landa hans hafa gert í þessu stríði. Hann vissi um sína veilu, en svaraði því einu til, er skorað var á hann að gefa kost á sér í fjórða sinn, að ekki dygði sér frekar að koma sér hjá því að uppfylla skyldurnar við föðurlandið en öðrum hermönnum. Hann lét eitt yfir þá alla ganga, sig og hina. Roosevelt féll, en hélt velli. Sigurinn í styrjöldinni var honum vís, er hann dó. • Roosevelt stóð nú einmitt á þeim tímamótum, þegar mannkynið allt þurfti á stjórnvizku hans að halda meir en nokkrusinni fyrr. Sigurinn í stríðinu var unninn. Baráttan um friðinn er framundan. Það veit enginn — og verður ef til vill aldrei séð hve miklu mannkynið hefur tapað við missi Roosevelts. Roosevelt sýndi það 1932 hve kröftuglega hann tók á þeim vandamálum Bandaríkjanna, sem undir illri og óviturri forustu hefði getað leitt þau ríki inn á sömu brautir og Hitlers. Einmitt nú var framundan samsvarandi verkefni aftur: að stýra Bandarikjunum fram hjá kreppum og at- vinnuleysi, skapa farsæld og frið í heiminum með sam- starfi þjóðanna. Trú Bandaríkjaþjóðarinnar á þessum leiðtoga hennar var svo mikil, að hann gat fengið hana til nýrra, djarfra átaka, sem öðrum máske mistókst. Þess vegna hefur friðurinn misst svo mikið við fráfall Roosevelts. Vér íslendingar eigum ef til vill allra þjóða mest undir því að friður haldist. Engir myndu verða jafnilla úti og vér, ef Evrópa og Ameríka berðust. Vér höfum því í Roosevelt eigi aðeins misst ágætan leiðtoga lýðræðisafla heims, — mann, sem viðurkenndi rétt þjóðar vorrar til fulls frelsis. Vér höfum og misst einn af beztu byggingameisturum friðar þess, sem ham- ingja vor og alls mannkyns veltur á. Það er því ekki að ástæðulausu að Roosevelt er syrgð- ur hér á landi, enda munu þess engin dæmi að erlendur þjóðhöfðingi hafi verið íslendingum svo harmdauði sem hann.” 16
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.