Réttur - 01.01.1982, Blaðsíða 32
Landnemans þrá
Ávarp flutt við vígslu skíðaskála Æskulýðsfylkingarinnar, 24. sept. 1949.
(Prentað eftir handriti Sigfúsar.)
Æskumenn, félagar.
Hvers vegna lögðuð þið land undir fót,
hvers vegna genguð þið yfir mó og mel ber-
andi spýtur og járn, hvers vegna reistuð þið
þennan glæsilega skála í fjalladal fjarri al-
faraleið?
Ugglaust má svara þeirri spurningu á
marga vegu, en mitt svar er þannig:
Landnemans þrá brann ykkur í brjósti og
þið voruð henni trú, þið hlýdduð kalli hennar.
Sérhverjum heilbrigðum manni er þrá
landnemans í blóð borin, það er hún sem
knýr mennina til að brjóta brautir um tor-
leiði, það er hún sem knýr þá til að ryðja og
rækta lönd, það er hún sem knýr þá til að
byggja háreist hús, það er hún sem er aflgjafi
framfaranna jafnt í heimi anda sem efnis.
Það er mikið lán sérhverjum einstaklingi,
sérhverri stétt og sérhverri þjóð að vera trú
landnemans þrá. Það er ykkur mikið lán að
hafa hlýtt kalli hennar, vegna þess hafið þið
reist þennan veglega skála, vegna þess getið
þið komið hingað frjáls og glöð og skemmt
ykkur sem æskunni ber og sæmir.
En lítið í kringum ykkur. Horfið á lífið
eins og það er, gangið út á stræti og gatna-
mót okkar kæru höfuðborgar, Reykjavíkur,
og sjáið hvað er að gerast.
Þúsundum saman búa Reykvíkingar í lág-
reistum hreysum, hermannaskálum, skúrum,
kjöllurum. Fjöldi manns fyrirgerir manndómi
sínum sökum áfengisnautnar og hvers konar
vansæmandi óreglu. Á sviði viðskiptamála
þróast ömurleg og svívirðileg spilling og á
vettvangi stjórnmálanna þeysa niðurrifsöll
og afturhalds gandreið á lygum og þvættingi.
Allt kallar þetta á landnemans þrá, allt
kallar þetta á menn sem vilja brjóta brautir,
rækta lönd, byggja háreist hús, allt kallar
þetta á menn sem vilja hefja gildi hvers
manns í hærra veldi, menn sem vilja hefja
sérhvern einstakling, sérhverja stétt og þjóð-
ina í heild til meira manngildis.
En það er sagt: Það er gagnslaust að berj-
ast, mennirnir eru eins og þeir eru, þjóð-
félagið er eins og það er, vilji þinn, vilji
minn, barátta mín, barátta þín, fá þar engu
um þokað.
Þessi svör eru álíka viturleg eins og sagt
væri við manninn sem gengur út til að rækta
land: Landið er nú svona eins og þú sérð, því
verður ekki breytt. Maðurinn sem gengur út
til að rækta landið veit betur. Ef landið er
grýtt, tekur hann steina burtu, ef það er of
blautt, ræsir hann það fram, ef moldina
skortir frjóefni þá veitir hann henni áburð,
og hann veit að þegar hann hefur gert þetta,
ber jörðin honum ávöxt, já hundraðfaldan
ávöxt.
Það líf sem við lifum, það líf sem við sjá-
um í kringum okkur, er vaxið úr þeim jarð-
vegi, sem við köllum þjóðfélag. Vissulega
þarf sá jarðvegur ræktunar, grýttur er hann
og votur og snauður af frjóefnum.
Landnemans þrá krefst þess af okkur
öllum að við ræktum þennan jarðveg, krefst
þess að við nemum burtu steina sérhyggju og
eigingirni, hún krefst þess að við fellum úr
gildi hið siðlausa lögmál að eins dauði sé
annars líf, hún krefst þess að við í stað sam-
keppni setjum samvinnu, i stað sérhyggju
samúð, hún krefst þess að við í stað séreign-
arstefnu auðvaldsins setjum sameignarstefnu
sósíalismans.
32