Réttur


Réttur - 01.01.1982, Blaðsíða 29

Réttur - 01.01.1982, Blaðsíða 29
BRYNJOLFUR BJARNASON.: Kveðjuorð á útfarardeginum (Síðari hluti greinar B.B. í Þjóðviljanum 22. mars 1952) Það er miki) hamingja að hafa átt slíkan félaga sem Sigfús Sigurhjartarson og fá að njóta verka hans. Og sú hamingja verður ekki frá okkur tekin. Verkið stendur þó maðurinn falli. Það sem Sigfús hefur kennt okkur hverfur ekki með honum. Við geymum það í hug og hjarta. Og sannarlega er það meira í anda hans að minnast þeirrar hamingju í dag og fagna því að hún skyldi falla okkur í skaut, cn að gefa sig sorginni á vald. Hvernig fáum við bezt heiðrað minningu Sigfúsar Sigurhjartarsonar? Með því að neyta allra þeirra krafta sem með okkur blunda, hverjum einum, hvern dag og hverja stund til þess að vinna fyrir hugsjón hans. Skarð slíkra afreksmanna verður að vísu aldrci fyllt af einum einstakl- ingi. En það er hægt að fylla það af mörgum mönnum, sem allir leggjast á eitt að láta af mörk- um hið bezta sem í þeim býr. Við strengjum þess heit í dag, að gera öll það sem í okkar valdi stendur til að fylla hið auða skarð. Og við látum okkur það ekki nægja. Við lofum því að láta einskis ófreistað til að herða sóknina, gera allt starf flokksins samhentara, markvissara og árangursríkara en nokkru sinni fyrr. í dag heitum við Sigfúsi Sigurhjartarsyni því að varðveita arf hans, einingu flokksins okkar, eins og sjáaldur augna vorra. Þá einingu vilja og athafna, sem ekkert fær staðizt og tryggir okkur sigurinn í hverri raun. Við hcitum honum því að gera flokkinn okkar færan til þess að gera hugsjón lífs hans, sósíalismann, að veruleika í föðurlandi hans. Og við skorum á alla góða íslendinga, hvar í flokki sem þeir standa, að heiðra minningu hins fallna leiðtoga og lærimcistara með því að strengja þess heit að standa vörð um sjálfstæði, frelsi og friðhelgi föðurlandsins. Við skorum á alla góða drengi í alþýðustétt, hvar í flokki sem þeir standa, að heiðra minningu hans með því að vinna fyrir dýrustu hugsjón hans, einingu íslenzkr- ar alþýðu, án tillits til alls sem skilur, í allri sókn hennar og vörn, í allri baráttu hennar fyrir betra lífi. Og að lokum vil ég enn einu sinni minna á orð Einars Olgeirssonar er hann minntist Sigfúsar á fundi miðstjórnar flokksins: Ef vanda ber að höndum, þá skulum við ávallt byrja á því að spyrja sjálfa okkur hvað Sigfús mundi hafa lagt til málanna. Við blessum minningu hins fallna foringja, félaga og vinar, ekki aðcins í dag, heldur alla tlaga, ekki aðeins í orði, heldur líka í öllum verkum okkar. Brynjólfur Bjarnason. 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.