Réttur


Réttur - 01.01.1982, Side 43

Réttur - 01.01.1982, Side 43
llúsiA uppsU'Mil. Hjúkrunarheimilinu valinn staður Næsta skref var að finna heppilegan stað fyrir hið verðandi Hjúkrunarheimili, ákveða stærð þess og gerð og finna leiðir til fjáröfl- unar. Þetta varð aðalstarf ársins 1979. Kosin var sérstök stjórn byggingarframkvæmda og hefur hún starfað óslitið síðan undir frantúr- skarandi ötulli stjórn Ásgeirs Jóhannesson- ar, en með fulltrúaráðið og fjáröflunarnefnd að baki. Eftir miklar vangaveltur var fundin lóð fyrir Hjúkrunarheimilið á jarðeign ríkis- spítalanna við Kópavogshælið en fyrirmyndin að byggingunni er heimili fyrir aldraða í Vestmannaeyjum. Var víða búið að skyggnast um og leita fyrirmynda, kynna sér rekstur og fyrirkomulag á fjölmörg um stöðum í nágrenninu, þar sem aldraðir fengu aðhlynningu. Meira að segja var flogið til Vestmannaeyja, þar sem hin endanlega fyrirmynd að byggingunni fannst. Leitað til almennings um fjárframlög. Söfnun hafin með baukakerfi Frá upphafi var ljóst, að byggja þurfti fjármálin á því að ná sem best til almennings og vekja skilning manna á því, hve mikið mætti gera með litlum tilkosnaði fyrir hvern og einn, ef allir stæðu saman. Var ákveðið að nota söfnunarbauka til fjáröflunar. Var ritað dreifibréf og borið inn á hvert heimili í bænum. í bréfinu var útskýrt fyrir fólki, að 43

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.