Réttur - 01.01.1982, Blaðsíða 38
á aldarafmælinu. Hann er sprottinn upp af
sama jarðvegi og hún. Það voru þingeyskir
bændur, sem hófu útgáfu hans — og settu í
baráttu sinni samvinnustefnuna og sósíal-
ismann hlið við hlið ásamt Georgismanum
(jarðskattskenningunni). Sjálfur Benedikt
frá Auðnum, sá mikli brautryðjandi, er
fyrstur í röð ritnefndar Réttar 1916, en þar er
og Benedikt Bjarnuson, síðar skólastjóri á
Húsavik, er var stofnandi og fyrsti formaður
Verkamannafélagsins á Húsavík. Bjartsýni
þeirra sem samvinnumanna var slík að
Þórólfur frá Baldursheimi, ritstjórinn, kvað
það ekki ofverk ungu kynslóðarinnar að sjá
svo um að 1955 ,,á 100 ára afmæli verslunar-
frelsis íslendinga við allar þjóðir” væri ,,eitt
kaupfélag og á öllu landinu”. — Jafnvel
hinir róttækustu samvinnumenn myndu líta
öðruvísi á þetta í dag. Smákaupmenn eru ei
lengur höfuðóvinur. Það eru hinir voldugu
heildsalar og auðhringir, sem eflst hafa sem
ormur á gulli, er höfuðbaráttan stendur við í
dag á viðskiptasviðinu.
Um leið og Réttur færir samvinnuhreyf-
ingunni hugheilar framtíðaróskir, beinist og
hugur vor fullur þakklætis til þeirra sam-
vinnumanna, er hófu útgáfu hans með eld
hugsjónanna í brjósti og með trú á vaxandi
mátt hins vinnandi fólks.
Þá hugsjónir fæðast
Þá hugsjónir fæðast fer hitamagn um önd,
þá hugsjónir rœtast fer þrumurödd um lönd.
Því gœt þess vel er göfgast hjá þér finnst
og glæddu vel þann neista sem liggur innst.
Guðmundur Magnússon
38