Réttur - 01.01.1982, Blaðsíða 33
í þrssum hæ, Þvcrá í I.axárdiil, var Kauprrlaf* Þinnryinfja slnfnad 20. frbr. 1882 ii)> þar mcrt samvinnnhrryfinfi á Is-
landi. Sama daf> 20 árum sírtar var S.Í.S. stofnart.
/ hreysum hinna fátœku fœðast oft hugsjónirnar hestu. — / höllum valdsins er oft hœtta á að þœr krókni. — Og þó er
vald fjiildans lifsskilyrði hugsjónanna til sigurs.
Samvirmuhreyfmgin á íslandi 100 ára
Samvinnuhreyfingin íslenska hófst sem frelsisbarátta þingeyskra bœnda gegn kaup-
mannaauðvaldinu.
Samvinnuhreyfingin breska hófst sem frelsisbarátta 28 vefara, er tapað höfðu í
verkfallsbaráttu gegn atvinnurekendum og hugðust nú a.m.k. sigrast á arðráni kaup-
mannavaldsins.
Islenska samvinnuhreyfingin breiddist ört út. Víða reyndu verkamenn, — svo sem á
A kureyri fyrir aldamót, að taka leynilega þátt í henni, — meðan enn voru ekki sam-
þykkt þau lög, er fyrirskipuðu kaupgreiðslu ípeningum.
Saga hreyfingarinnar skal ei rakin hér — það hefur verið svo rœkilega gert annars-
staðar, — en minnst á nokkur vandamál hennar, líka er sögu hennar snerta.
Samvinnuhreyfingin og verkalýðshreyf-
ingin eru af sama toga spunnar: hvortveggja
uppreisn hins vinnandi fólks, verkalýðs og
bænda, gegn valdi auðsins á sviði verslunar
og atvinnurekstrar. Þær eru þvi báðar, er
þroskaðar verða, angi af hugsjón sósíalism-
ans: afnámi á valdi auðsins, — en sjálfstjórn
hinna vinnandi stétta — eins og margir braut-
ryðjendur beggja líka gerðu sér ljóst.
Samband íslcnskra samvinnufélaga telur í
dag um 44000 félaga. Auk kaupfélaganna,
sem í því eru, á S.Í.S. fjölda atvinnufyrir-
33