Réttur


Réttur - 01.01.1982, Blaðsíða 30

Réttur - 01.01.1982, Blaðsíða 30
Sigfús Sigurhjartarson Atriði og myndir úr lífi Sigfúsar SigríAur Stefánsdóllir Sigfús Sigurhjartarson var fæddur að Urðum í Svarfaðardal 6. febrúar 1902. For- eldrar hans voru Sigurhjörtur Jóhannesson bóndi og Sigríður Friðrika Sigurðardóttir frá Draflastöðum í Fnjóskadal. Sigfús tók gagnfræðapróf á Akureyri 1920, varð stúdent í Reykjavík 1924. Guð- fræðipróf tók hann við Háskóla íslands 1928. Lagði hann fyrst fyrir sig kennslu allt til 1934, var Sigfús stærðfræðingur með af- brigðum og hafði mikinn áhuga á náttúru- fræði. Eftir 1934 fékkst hann mest við blaða- mennsku, frá 1938 ritstjóri við Þjóðviljann. Áður en Sigfús var kjörinn á þing, hafði hann verið í framboði fyrir Alþýðuflokkinn, lengst af í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Gegndi hann mörgum trúnaðarstörfum: Var for- maður nefndar til undirbúnings laga um alþýðutryggingar og endurskoðun fram- færslulaga 1935. Var formaður útvarpsráðs 1935—39, í tryggingaráði 1936-39 og svo aftur 1944—1952. Hann var í milliþinga- nefnd um skólamál 1943 og átfri höfuðþátt í þeirri miklu breytingu, er gerð var á skóla- kerfinu í tíð nýsköpunarstjórnarinnar. Sigfús var löngum mikill áhugamaður um bindindismál og helgaði starfskrafta sína í ríkum mæli starfinu í Góðtemplarareglunni og var þar mikils metinn. Stórtemplar var hann 1931—34. — Sérstakur kafli í minn- ingabókinni um hann „Sigurbraut fólksins”, er gefin var út af Heimskringlu, en tekin saman af Sigurði Guðmundssyni ritstjóra, er því einn kafli helgaður starfi hans í Regl- unni: „Akur var er heimurinn”. Sigfús var mjög áhugasamur um sam- vinnumál og löngum virkur í samvinnuhreyf- ingunni. Hann var formaður KRON frá 1945 til dauðadags. * Kona Sigfúsar var Sigríður Stefánsdóttir bónda á Brettingsstöðum. Foreldrar hennar voru Stefán bóndi á Brettingsstöðum, Sig- urðsson og Guðrún Erlendsdóttir. Giftust þau 30. maí 1925. Sigríður andaðist 23. des- ember 1974. Börn þeirra eru: Adda Bára, veðurfræð- ingur, sem löngum hefur átt sæti í borgar- stjórn Reykjavíkur fyrir Alþýðubandalagið og gegnt mörgum trúnaðarstörfum í flokkn- um og fyrir hann, — Hulda, bókasafnsfræð- ingur, er starfar við Borgarbókasafn Reykja- vikur, — og Stefán, landgræðslufulltrúi. 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.