Réttur


Réttur - 01.01.1982, Side 30

Réttur - 01.01.1982, Side 30
Sigfús Sigurhjartarson Atriði og myndir úr lífi Sigfúsar SigríAur Stefánsdóllir Sigfús Sigurhjartarson var fæddur að Urðum í Svarfaðardal 6. febrúar 1902. For- eldrar hans voru Sigurhjörtur Jóhannesson bóndi og Sigríður Friðrika Sigurðardóttir frá Draflastöðum í Fnjóskadal. Sigfús tók gagnfræðapróf á Akureyri 1920, varð stúdent í Reykjavík 1924. Guð- fræðipróf tók hann við Háskóla íslands 1928. Lagði hann fyrst fyrir sig kennslu allt til 1934, var Sigfús stærðfræðingur með af- brigðum og hafði mikinn áhuga á náttúru- fræði. Eftir 1934 fékkst hann mest við blaða- mennsku, frá 1938 ritstjóri við Þjóðviljann. Áður en Sigfús var kjörinn á þing, hafði hann verið í framboði fyrir Alþýðuflokkinn, lengst af í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Gegndi hann mörgum trúnaðarstörfum: Var for- maður nefndar til undirbúnings laga um alþýðutryggingar og endurskoðun fram- færslulaga 1935. Var formaður útvarpsráðs 1935—39, í tryggingaráði 1936-39 og svo aftur 1944—1952. Hann var í milliþinga- nefnd um skólamál 1943 og átfri höfuðþátt í þeirri miklu breytingu, er gerð var á skóla- kerfinu í tíð nýsköpunarstjórnarinnar. Sigfús var löngum mikill áhugamaður um bindindismál og helgaði starfskrafta sína í ríkum mæli starfinu í Góðtemplarareglunni og var þar mikils metinn. Stórtemplar var hann 1931—34. — Sérstakur kafli í minn- ingabókinni um hann „Sigurbraut fólksins”, er gefin var út af Heimskringlu, en tekin saman af Sigurði Guðmundssyni ritstjóra, er því einn kafli helgaður starfi hans í Regl- unni: „Akur var er heimurinn”. Sigfús var mjög áhugasamur um sam- vinnumál og löngum virkur í samvinnuhreyf- ingunni. Hann var formaður KRON frá 1945 til dauðadags. * Kona Sigfúsar var Sigríður Stefánsdóttir bónda á Brettingsstöðum. Foreldrar hennar voru Stefán bóndi á Brettingsstöðum, Sig- urðsson og Guðrún Erlendsdóttir. Giftust þau 30. maí 1925. Sigríður andaðist 23. des- ember 1974. Börn þeirra eru: Adda Bára, veðurfræð- ingur, sem löngum hefur átt sæti í borgar- stjórn Reykjavíkur fyrir Alþýðubandalagið og gegnt mörgum trúnaðarstörfum í flokkn- um og fyrir hann, — Hulda, bókasafnsfræð- ingur, er starfar við Borgarbókasafn Reykja- vikur, — og Stefán, landgræðslufulltrúi. 30

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.