Réttur


Réttur - 01.01.1982, Qupperneq 21

Réttur - 01.01.1982, Qupperneq 21
borgarstjórn sem heild mat störf Sigfúsar mikils og vottaði minningu hans þakklæti sitt, er hans missti við, með því að borgar- stjórn sæi um útför hans í heiðursskyni. * Það eru margar þurrar tölur, sem hér hef- ur verið vitnað í til þess að sýna hver máttur og áhrif Sósíalistaflokksins voru í Reykja- vík, meðan Sigfúsar enn naut við og hið kalda stríð og sá mannskemmandi, múgsefj- andi og forheimskandi ameríski áróður, sem nú hefur dunið yfir í aldarþriðjung, eigi var hafinn fyrir alvöru. En til þess að lýsa Sigfúsi sem þeim ógleymanlega félaga, bardagamanni og ræðusnillingi sem hann var, held ég að ég verði að fá að vitna í nokkuð af því, sem ég skrifaði um hann á fimmtugsafmæli hans — og siðan láta verk hans tala, hvað ræðu- snilldina snertir: FÉLAGINN OG BARÁTTUMAÐURINN ,,Það er hverjum manni gæfa að eignast í lífinu slíkan félaga og vin, sem Sigfús Sigur- hjartarson er. Hann hafði starfað í Alþýðuflokknum um tíu ára skeið, þegar við vorum báðir settir rit- stjórar Þjóðviljans við sameiningu vinstra arms Alþýðuflokksins og Kommúnista- flokksins. Hárbeitt ádeila hans og sú ótrú- lega atorka, sem hann býr yfir, nutu sín þá í hinum síharðnandi átökum við innlent og er- lent afturhald, unz brezka hervaldinu þótti tími til kominn að kæfa rödd Þjóðviljans. Saman vorum við fluttir út og saman dvöldum við í fangavistinni. Furðulegt fannst mér þá að upplifa hvernig hinn harðskeytti ádeilumaður og sí- starfandi atorkumaður kom allt í einu fram sem gagnmenntaður grasafræðingur, — sem ættfærði hvert strá og blóm, meðan enn var hægt að fá að vera úti og athuga grösin, milli þess sem askan breiddist yfir þau úr brunun- um í borginni, — og sem stóískur heimspek- ingur, er tók með ró og húmori hverju sem að höndum bar, og lét sem hertekinn fangi ekki undir höfuð leggjast að gera úr fangels- inu ráðstafanir til að framlengja víxil á rétt- um degi úti á íslandi, sjálft brezka heims- veldið skyldi ekki fá hallað orðheldni hans með ofbeldi sínu. Og enn man ég hve kank- vís Sigfús var, er hann sýndi okkur „hnífa- pörin” sín úr Brixton-fangelsinu, er honum hafði tekizt að „nappa” með sem minjagrip- um og myndir eru birtar af í „Virkinu í norðri”, — nokkurt herfang höfðum við þar með tekið á móti og ofurlítið náð okkur niðri á Bretanum. Saman vorum við fluttir heim og eftir hina miklu sigra verkalýðshreyfingarinnar og Sósíalistaflokksins 1942 hlóðust nú á Sigfús þau óþrjótandi og ábyrgðarmiklu störf í þágu almennings, sem að lokum á síðasta ári höfðu nær brotið heilsu hans. Þingmennskan, bæjarstjórnar- og bæjar- ráðsstarfið, ásamt hinu mikla verki hans í skólamálum, samvinnumálum og trygginga- málum o.fl. o.fl. — allt hlóðst þetta nú á hans herðar og á öllum sviðum var hann hinn afkastamikli, raunhæfi stjórnmála- maður, sem þrauthugsaði hvert mál og markaði stefnur í því. Fyrir hvern sem þekkir hvílíkur erill fylgir slíkum störfum á landi voru, ekki sízt er svo vinsælir menn sem Sig- fús eiga í hlut, er hvers manns vandræði vilja leysa, er hægt að gera sér í hugarlund hvílíks starfs þau kröfðust. Og þó var aðalstarf Sigfúsar eftir: Rit- stjórn Þjóðviljans ásamt þrotlausu flokks- 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.