Réttur


Réttur - 01.01.1982, Blaðsíða 10

Réttur - 01.01.1982, Blaðsíða 10
Trvggvi Kmilsson. og djöfuls nauð, er dyggðasnauðir fantar, safna auð með augun rauð, en aðra brauðið vantar. Þú verður að lesa þessa bók sagði gestur- inn við mig og rétti mér Alþýðubókina. Eftir það áttum við tal saman um áhugamál sem voru okkar beggja, sósíalisma og verklýðs- baráttu og þá fékk ég að vita að hann ætlaði sér að verða skáld og auk þess liðsmaður í verklýðsbaráttunni og til að standa þar sem best að vígi var hann í menntaskóla, skóla sem hefði sennilega gert hann útrækan eins og á stóð í þjóðfélaginu ef vitnast hefði að nemandinn var sósíalisti. Þennan dag sem hann bauð mér að lesa bókina var ég svo aumur á líkamanum að ég gat ekkert lesið, þá gaf hann mér bókina og sagðist vera á förum, sem satt reyndist. Síðar las ég Alþýðubókina, fyrst óbundna á sjúkrahúsinu síðan í bandi, bókin er létt í hendi (útgáfan 1929) svo sem hálft pund og þægileg er hún í vasa, það fann ég best eftir að ég var genginn út í verklýðsbaráttuna fyrir alvöru en þá kom fyrir að við komum saman nokkrir félagar heima hjá einum okkar og lásum saman upp úr bókum og þar með Alþýðubókinni sem var vandlesin, við reyndum að gera okkur sem besta grein fyrir merkingu orðanna, þess sem prentað var og eins því sem lá á milli línanna. Þetta var þeg- ar baráttan um brauðið stóð sem hæst, meðan engu var að tapa nema hlekkjum ör- birgðarinnar, en allt að vinna jafnvel miklu meira en flest það sem áður var upphugsað eða sagt jafn berum og auðskiljanlegum orð- um. Alþýðubókin var sennilega meðal mest- lesnu bóka þessa tíma þegar tekið er með í reikninginn að lesa varð hvert einasta orð, stansa síðan við og lesa aftur. Við komumst að þeirri niðurstöðu félagarnir sem lásum saman bækur sem gildi höfðu í stríðinu við auðvaldið, að samkvæmt bókstaf og anda Alþýðubókarinnar þá vorum við ekki einungis að berjast fyrir daglegu brauði og einhverri matarögn til morgundagsins, bar- áttan stóð um menningar- og siðferðilegt líf þjóðarinnar, reisn okkar varð að meiri við lestur þessarar bókar, athafnir og þokki bar- áttunnar var þjóðarnauðsyn, uppreisn al- þýðunnar stefndi að þjóðarreisn. Ég varð þess oft var, farinn út að þræða götur og gangstígi milli húsa á Akureyri og inn um allt við aflestur á rafmagnsmælum og til að rukka fólk, að menn sem ekki vildu viðurkenna, vegna stöðu sinnar í þjóðfélags- 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.