Réttur - 01.01.1982, Blaðsíða 13
Nikkolíntihnykkur, hvar skáldin mællilsl.
þótti mér vanta að hafa aldrei séð skáldið,
manninn. Svo skeði það einn dag um hásum-
ar. Ég var að vinna á Torfunefsbryggjunni
við uppskipun á mjölvöru og bjóst svo sem
ekki við neinu nema þá ef ske kynni að hann
færi að rigna upp úr þurru og hella sér yfir
mjölsekkina á leið í land, en það rigndi ekki
og undir hádegi skein sólin á Pollinn af svo
áberandi innileik eins og hún sjálf hefði verið
að fæðast þá um morguninn og lægi þarna á
brjóstum lognöldunnar. Svo varð hádegi og
þá blés Sigurður í flautuna sina og verkakarl-
arnir komu á lestagangi neðan úr botni
skipsins upp á dekk. Ég greip fiskkippu sem
ég átti frá því um morguninn við bryggju-
kant, smeygði fingrum i vírhönkina og hrað-
aði mér á stað heim í mat það var röskur 20,
minútna gangur upp að Flúðum og allt á
fótinn. Ég skálmaði Kaupfélagsgilið í sem
fæstum skrefum og var kominn fast að
Nikkólínuhnykk sem var næstum essbeygja
á veginum, þegar tveir gangandi menn komu
ofan gilið, önnur var umferðin þá ekki. Ég
stansaði við, þetta hlýtur að vera Halldór
Kiljan Laxness flaug mér í hug, það gat ekki
verið um að villast, nú yrði ég að nota tæki-
færið sem gafst kannski það eina í lífinu og
eins og um hreina opinberun væri að ræða.
Ég tók ofan derhúfuna og bauð góðan dag-
(tamli spilalinn á Aknreyri, (sem (jreinir frá í upphafi )>reinarinnar).
13