Réttur


Réttur - 01.01.1982, Blaðsíða 20

Réttur - 01.01.1982, Blaðsíða 20
unni” á Alþingi 4. des. 1939 til bannsins á Þjóðviljann 1941 urðu harðar. Það átti að drepa blaðið með auglýsingabanni og upp- sögnum, ekkert fé var oft til að greiða laun — og það kom harðast niður á Sigfúsi, sem gat þá ekki borgað afborganir af húsinu sínu út á Nesi og missti það. íslensk verkalýðshreyfing má aldrei gleyma því hvað hún á Sigfúsi Sigurhjartar- syni að þakka. Oft ráðast örlög heillar þjóðar um lengra eða skemmra skeið af hugprýði og visku eins manns á örlagastund.2 LEIÐTOGI í BORGARSTJÓRN Þann 25. mars 1942 fóru fram kosningar í borgarstjórn Reykjavíkur. „Skæruhernað- urinn” gegn þrælalögum þjóðstjórnarinnar, þessi uppreisn verkalýðsins undir forustu Sósíalistaflokksins gegn gerðardómslögun- um, var hafinn og kominn í algleyming. Borgarstjórnarkosningarnar myndu verða fyrsta vísbendingin um hvert stefndi í ís- lenskum stjórnmálum í hinu mikla umróti. Sigfúsi Sigurhjartarsyni var skipað í efsta sæti á lista Sósíalistaflokksins. Hann skyldi nú, ásamt úrvalsliði, er listann skipaði, veita forustu í þeirri sókn, er við treystum á að framundan væri í lífsbaráttu verkalýðsins. Annað sætið skipaði Björn Bjarnason, félagi í Jafnaðarmannafélagi Reykjavíkur frá 1920, einn af stofnendum og forustu- mönnum Spörtu, stofnandi og forustumaður í Kommúnistaflokknum og fyrsti bæjarfull- trúi hans 1934. Þar að auki stofnandi Iðju, félags verksmiðjufólks og formaður þess um áratugi. Þriðja sætið skipaði Katrín Pálsdóttir, ein besta baráttukona verkalýðshreyfingarinnar og í forustu Kommúnistaflokksins, ekki síst í öllum mannúðar- og kvenréttindamálum. Fjórða sætið skipaði Steinþór Guðmunds- son skólastjóri, er var formaður U.M.F.Í. 1917, er Stephan G. kom í boði U.M.F.Í. til landsins, gekk í Jafnaðarmannafélagið i Reykjavík strax 1917, var einn af forustu- mönnum Alþýðuflokksins á Akureyri og í bæjarstjórn þar áður en hann kom hingað suður og var í stjórn Jafnaðarmannafélags Islands. Þessi listi Sósíalistaflokksins fékk nú 4558 atkvæði — eða 23,7% — og 4 bæjarfulltrúa, en þótt íhaldið missti allmikið fylgi, þá hélt það þó meirihluta í borgarstjórn með minni- hlutafylgi meðal kjósenda. (1938: 9893 atkv. eða 54%; 1942: 9334 atkv. eða 48,7%.) Það voru orðin straumhvörf í íslenskum stjórnmálum. Og þau héldu áfram. 1946 fékk listi Sósíalistaflokksins í borgarstjórn- arkosningunum 28,5% (hæsta hlutfall, sem slíkur flokkur hefur fengið í borgarstjórn þar til 1978, er íhaldið féll, en þá fékk Al- þýðubandalagið 29,6%). Sama ár og Sigfús var kosinn inn í borg- arstjórn Reykjavíkur með þessum glæsibrag, var hann og kosinn inn á Alþingi sem lands- kjörinn í kosningunum 5. júlí 1942 og fékk listinn 5980 atkv. eða 30,2%, hæstu hlut- fallstölu, er slíkur flokkur hefur nokkru sinni fengið í Reykjavík. I Alþingiskosning- unum 18. og 19. okt. 1946 var Sigfús svo kosinn á Alþingi sem þingmaður Revkvík- inga. Sigfús hafði mikil áhrif í borgarráði og borgarstjórn Reykjavíkur. Tókst, þótt Sigfús væri hinn harði andstæðingur íhalds- ins í borgarstjórn, góð samvinna með honum og Gunnari Thoroddsen, er varð borgar- stjóri 1947 og hygg ég Gunnari hafi þá þótt best ráðið, er þeim Sigfúsi kom saman um úrlausn mála. Það skal og viðurkennt að 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.