Réttur - 01.01.1982, Blaðsíða 20
unni” á Alþingi 4. des. 1939 til bannsins á
Þjóðviljann 1941 urðu harðar. Það átti að
drepa blaðið með auglýsingabanni og upp-
sögnum, ekkert fé var oft til að greiða laun
— og það kom harðast niður á Sigfúsi, sem
gat þá ekki borgað afborganir af húsinu sínu
út á Nesi og missti það.
íslensk verkalýðshreyfing má aldrei
gleyma því hvað hún á Sigfúsi Sigurhjartar-
syni að þakka.
Oft ráðast örlög heillar þjóðar um lengra
eða skemmra skeið af hugprýði og visku eins
manns á örlagastund.2
LEIÐTOGI í BORGARSTJÓRN
Þann 25. mars 1942 fóru fram kosningar í
borgarstjórn Reykjavíkur. „Skæruhernað-
urinn” gegn þrælalögum þjóðstjórnarinnar,
þessi uppreisn verkalýðsins undir forustu
Sósíalistaflokksins gegn gerðardómslögun-
um, var hafinn og kominn í algleyming.
Borgarstjórnarkosningarnar myndu verða
fyrsta vísbendingin um hvert stefndi í ís-
lenskum stjórnmálum í hinu mikla umróti.
Sigfúsi Sigurhjartarsyni var skipað í efsta
sæti á lista Sósíalistaflokksins. Hann skyldi
nú, ásamt úrvalsliði, er listann skipaði, veita
forustu í þeirri sókn, er við treystum á að
framundan væri í lífsbaráttu verkalýðsins.
Annað sætið skipaði Björn Bjarnason,
félagi í Jafnaðarmannafélagi Reykjavíkur
frá 1920, einn af stofnendum og forustu-
mönnum Spörtu, stofnandi og forustumaður
í Kommúnistaflokknum og fyrsti bæjarfull-
trúi hans 1934. Þar að auki stofnandi Iðju,
félags verksmiðjufólks og formaður þess um
áratugi.
Þriðja sætið skipaði Katrín Pálsdóttir, ein
besta baráttukona verkalýðshreyfingarinnar
og í forustu Kommúnistaflokksins, ekki síst í
öllum mannúðar- og kvenréttindamálum.
Fjórða sætið skipaði Steinþór Guðmunds-
son skólastjóri, er var formaður U.M.F.Í.
1917, er Stephan G. kom í boði U.M.F.Í. til
landsins, gekk í Jafnaðarmannafélagið i
Reykjavík strax 1917, var einn af forustu-
mönnum Alþýðuflokksins á Akureyri og í
bæjarstjórn þar áður en hann kom hingað
suður og var í stjórn Jafnaðarmannafélags
Islands.
Þessi listi Sósíalistaflokksins fékk nú 4558
atkvæði — eða 23,7% — og 4 bæjarfulltrúa,
en þótt íhaldið missti allmikið fylgi, þá hélt
það þó meirihluta í borgarstjórn með minni-
hlutafylgi meðal kjósenda. (1938: 9893 atkv.
eða 54%; 1942: 9334 atkv. eða 48,7%.)
Það voru orðin straumhvörf í íslenskum
stjórnmálum. Og þau héldu áfram. 1946
fékk listi Sósíalistaflokksins í borgarstjórn-
arkosningunum 28,5% (hæsta hlutfall, sem
slíkur flokkur hefur fengið í borgarstjórn
þar til 1978, er íhaldið féll, en þá fékk Al-
þýðubandalagið 29,6%).
Sama ár og Sigfús var kosinn inn í borg-
arstjórn Reykjavíkur með þessum glæsibrag,
var hann og kosinn inn á Alþingi sem lands-
kjörinn í kosningunum 5. júlí 1942 og fékk
listinn 5980 atkv. eða 30,2%, hæstu hlut-
fallstölu, er slíkur flokkur hefur nokkru
sinni fengið í Reykjavík. I Alþingiskosning-
unum 18. og 19. okt. 1946 var Sigfús svo
kosinn á Alþingi sem þingmaður Revkvík-
inga.
Sigfús hafði mikil áhrif í borgarráði og
borgarstjórn Reykjavíkur. Tókst, þótt
Sigfús væri hinn harði andstæðingur íhalds-
ins í borgarstjórn, góð samvinna með honum
og Gunnari Thoroddsen, er varð borgar-
stjóri 1947 og hygg ég Gunnari hafi þá þótt
best ráðið, er þeim Sigfúsi kom saman um
úrlausn mála. Það skal og viðurkennt að
20