Réttur


Réttur - 01.01.1982, Blaðsíða 22

Réttur - 01.01.1982, Blaðsíða 22
starfi, er eitt saman hefði verið nóg fyrir meðalmann að atorku. Aldrei færðist Sigfús undan að leggja á sig hin þreytandi fundarstörf fyrir flokkinn og oft hef ég undrazt þann kraft er gerði honum mögulegt að rækja þau svo vel sem hann hef- ur gert. Hæfileikar hans eru i réttu hlutfalli við ósérhlífnina. ísland á marga góða ræðumenn í öllum flokkum, en engan veit ég leika það eftir, sem Sigfús Sigurhjartarson gerir: Að flytja jafnt stuttar sem langar ræður án blaða og minnis- atriða, en samt svo meitlaðar rökréttri hugs- un hins þjálfaða stærðfræðings og stjórn- málamanns að líkast er sem þrauthugsaðar væru og niðurskrifaðar í næði, — en oft vissi ég hann aðeins hafa nokkrar mínútur eða stundarfjórðung til að íhuga efnið. En ætíð er samband hans við fólkið svo náið, að ræð- an er sem töluð út úr hjarta þess. Og það er ekki Reykjavík ein, sem notið hefur þessara starfa hans og snilldar. Ég þekki engan verkalýðsleiðtoga lands vors, nema ef vera skyldi Jón Rafnsson á yngri ár- um, sem lagt hefur svo land undir fót til þess að flytja alþýðu boðskapinn um samtaka- mátt hennar og sögulegt frelsishlutverk — sem Sigfús hefur gert. Hvort sem hann hefur farið Vestfjarðafjallgarða fótgangandi eða á árabátum milli Austfjarðanna, alls staðar var erindið hið sama: hefja snauða alþýðu þessa lands til baráttu fyrir rétti sínum í krafti samheldni sinnar og órofa bræðralags. Fáir eru þeir staðir, þar sem hann hefur ekki markað spor, vakið fólkið til viðnáms árás- um auðvalds og afturhalds eða eggjað það til sóknar. Þess vegna á hann líka vini á alþýðu- heimilum um allt ísland, sem hugsa til hans í dag hlýjum huga, einmitt nú þegar ránshönd íslenzkrar einokunarklíku og amerískrar yf- irdrottnunar er að svipta alþýðuheimilin því atvinnuöryggi og lífsafkomu, sem Sigfús vann svo ósleitilega að að skapa þeim. „Minna reynir styrk hins sterka stæltur dauði og þyrnikrans heldur en margra ára ævi eydd í stríði við hjátrú lands, róg og illvild,” — segir Stephan G. Stephansson af mikilli og djúpri speki og lífsreynslu í kvæði um einn brautryðjanda amerískrar alþýðu. Á fáum foringjum flokks vors hefur níð og rógur ofstækisfyllstu andstæðinganna dunið svo látlaust sem á Sigfúsi. Þeir hafa kunnað að meta hann á sinn hátt ekki síður en við. En ekkert, hvorki árásir andstæðinga né þrotlaust starf fyrir flokkinn og hreyfing- una, hafa megnað að buga andlegt atgerfi Sigfúsar. í einni af þeim fáu ræðum hans, sem við eigum til skrifaðar, af því hún var tekin upp á stálþráð, — ræðunni, sem hann hélt á útifundinum í Lækjargötunni 16. maí í fyrra, — stendur hann á hátindi ræðusnilld- ar sinnar. Það er unun að lesa þessar stuttu, meitluðu, stílföstu setningar, samdar um leið og þær eru talaðar: SIGURBRAUT FÓLKSINS KR SAFN GRKINA OG RÆttNA SIGFÚSAR l.R SIGGRDUR GUÐMUNDSSON TÓK SAM- AN OG VAR GF.FID ÚT 1953. (426 SÍDUR) NOKKUR KINTÖK FÁST KNN í BÓKINNI, SKÓLAVÖRDUSTÍG 6, RKYKJAVÍK. 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.