Réttur


Réttur - 01.01.1982, Blaðsíða 28

Réttur - 01.01.1982, Blaðsíða 28
veldur? Erlendir vinir ríkisstjórnarinnar hafa hjálpað okkur að skýra hana hér sem oft endranær, MacArthur hefur sagt um sama leyti og hér varð hernám og hann var spurður, ,,Hver er þín afstaða til Sovétþjóð- anna?” — ,,Á móti Sovétþjóðunum hef ég ekkert. En við verðum að berjast við hinn al- þjóðlega kommúnisma, ekki aðeins í Sovét- ríkjunum, heldur einnig um gjörvallan heim.” Hér er mergur málsins. Krossferð er hafin. Krossferð hins alþjóðlega auðvalds gegn kommúnisma allra landa. Og kommúnismi, hvað er það? Og hverjir eru það, sem Morg- unblaðið kallar kommúnista? Líttu kringum þig. Hygg sjálfum þér nær og svaraðu. Hver er kommúnisti á íslandi í dag samkvæmt kenningu Morgunblaðsins? í fyrsta lagi sá flokkur manna, sem ég er hér fulltrúi fyrir, Sósíalistaflokkurinn, flokkur, sem samkvæmt stefnuskrá sinni og samkvæmt venjum hefur unnið að því á Alþingi, í ríkisstjórn og í bæjarstjórnum að leysa vandamál líðandi stundar á grundvelli þess þjóðskipulags, sem við búum við, flokkurinn, sem ber þá ósk eina fram, að mega vinna skoðunum sínum fylgi til þess að geta breytt þjóðfélaginu á þeim grundvelli, sem það sjálft hefur lögfest og viðurkennir. Þá ósk á hann heitasta. Þannig vill hann starfa. Þannig vill hann berjast, á hans ábyrgð er það ekki, verði hann ofbeldi beittur og lýðræði og þingræði fótum troðið. Þessir eru kommúnistar. En er þá allt upp- talið? Nei, lít enn sjálfum þér nær. Nú stendur fyrir dyrum harðvítug launadeila i okkar landi. Það hefur gerzt á undanförnum tímum að ríkisvaldið, ríkisstjórnin, stjórnar- flokkarnir hafa skert kjör alls almennings stig af stigi og á markvissan hátt. Við þekkj- um sporin. Gengi krónunnar lækkað. Ný lög eru samin um útreikning vísitölu og hún er bundin. Kjörin versna, alþýðan snýst til varn- ar. Sameinuð ganga verkalýðsfélögin fram til varnar sterkari og í stærri fylkingu en nokkru sinni fyrr og heimta rétt sinn, heimta rétt sinn til að lifa og starfa. Það er allt og sumt. Og hvað segir Morgunblaðið? Kommúnistar, kommúnistar og aftur kommúnistar. Líttu sjálfum þér nær, þú sem stendur í baráttu fyrir daglegu brauði, fyrir afkomu þinni, fyrir þínum lífsréttindum. Þú ert kallaður kommúnisti. En höfum við enn allt upp talið? Hús- freyja stendur upp á kvennafundi og segir: við lifum á hættutímum. Hér er erlendur her, við þurfum að vernda okkar æskulýð, vernda æskuna, vernda íslenzku þjóðina. Það er hrópað: „Kommúnisti! Rússaþý!” í fáum orðum sagt: Þú sem stendur á íslenzkum rétti, þú sem mótmælir erlendum yfirgangi, þú sem krefst þíns réttar að lifa — þú ert á máli Morgunblaðsins kommúnisti. Það er þitt heiðursheiti. Og — ,,að sjálfsögðu var ekki haft samráð við kommúnista.” Að sjálfsögðu ekki. Því hér var verið að hefja borgarastyrjöld. Hér var verið að segja þér stríð á hendur, þér sem vilt berjast gegn erlendri áþján, gegn erlendri fjárkúgun, þér sem vilt berjast fyrir lífi þínu og tilveru, fyrir brauði þínu, fyrir fjölskyldu þinni. Og það er ekki venja, þegar á að segja einhverjum stríð á hendur, að byrja á því að semja við hann um hernaðaraðgerðir. Þarna sjáið þið andlit auðvaldsins, hins alþjóðlega auðvalds, nakið og bert. Það treður á þingræði, það lítilsvirðir lýðræði, hvenær sem því býður svo við að horfa að segja launastéttum og alþýðu allri stríð á hendur. Og það hefur sagt okkur stríð á hendur. Og okkar er að mæta og berjast, berjast sem drengir góðir.” 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.