Réttur


Réttur - 01.01.1982, Blaðsíða 55

Réttur - 01.01.1982, Blaðsíða 55
mörkuð vörn gegn klækjum fjölþjóðlegu ris- anna, svo sem súrálsmálið sýnir. Coopers & Lybrand sendu frá sér tvær skýrslur. Hin fjallar um „hækkun í hafi”, þ.e. hækkun á súrálsverði frá því það yfirgaf Gove i Ástraliu og þar til það kom til Straumsvíkur á íslandi, umfram það sem nemur flutningskostnaði. Svo sem fyrr var nefnt hafði komið í ljós mismunur á áströlsk- um og íslenskum skýrslum sem nam 47.5 milljónum dollara á 7 árum. Þessar tölur hefur Alusuisse í sjálfu sér ekki véfengt. Hinsvegar lagði svissneski auðhringurinn fram sínar skýringar, og hafa endurskoðend- urnir lagt á þær mat eftir því sem þeir hafa talið sig geta. Þeir hafa hinsvegar ekki getað staðreynt þessar skýringar, þar sem Alu- suisse synjaði þeim um aðgang að reikning- um fyrirtækisins. í skýrslunni um „hækkun í hafi” komust Coopers & Lybrand að þeirri niðurstöðu að hækkunin væri ekki undir 22.7 — 25.5 mill- jónum dollara á þessu sjö ára tímabili (um 25 milljónir nýkróna). í þessari niðurstöðu hafa Coopers & Lybrand m.a. tekið tillit til staðhæfinga Alu- suisse um að þeir hafi á umræddu tímabili greitt seljendum súrálsins í Gove 12.5 milljón- ir dollara eftirá, sem ekki komi fram á hag- skýrslum. Og það sem meira er. Endurskoð- endurnir taka tillit til rangra upplýsinga Isal til íslenskra tollyfirvalda varðandi farmgjöld að upphæð samtals 5.5 milljónir dollara. Eftir því hvort miðað er við hækkun í hafi eða armslengdarverð þá eru yfirverð Alu- suisse á súráli til ísal á bilinu 16—25 millj- ónir dollara. Dr. Carlos Varsavsky, sem var einn af ráð- gjöfum iðnaðarráðuneytsins gerði einnig skýrslu um súrálsviðskipti ísal á tímabilinu 1975—80. Varsavsky notar sem viðmiðun verð í viðskiptum milli óskyldra aðila — armslengdarverð — hina sömu viðmiðun og Coopers & Lybrand nota er þeir fá hina lægri undanskotstöluna. Varsavsky komst að þeirri niðurstöðu að verðið se Alusuisse hefði látið ísal greiða umfram eðlilegt verð á þessum grundvelli hafi numið 20.3 ntilljón- um dollara á þessu tímabili, og er það tölu- vert hærra en Coopers & Lybrand telja. Aðstoðarsamningurinn mikilvægi Þegar álsamningurinn var gerður á sínum tíma voru þrír hliðarsamningar gerðir um leið. Einn þeirra var svonefndur aðstoðar- samningur, þ.e. samningur um aðstoð Alu- suisse við rekstur álversins. í þeim samningi segir m.a. „Tækni og stjórnsýsluaðstoð í sambandi við útvegun hráefna og innkaupa ísals, og skal aðstoð veitt með þjónustu tækni- og stjórnsýsludeilda Alusuisse í Sviss eða annars staðar. í þessu skyni mun Alu- suisse færa sér í nyt viðskiptasambönd sín og tengsl við þá aðila, sem kunna að hafa á boð- stólum hráefni og vistir, að aðstoða ísal eftir þvi sem við á í samningaumleitunum þess og á þann hátt og sérhvern annan, sem tiltækur kann að vera, leitast við að tryggja ísal áframhaldandi og jafnt framboð á hráefnum með bestu skilmálum og skilyrðum sem fyrir hendi eru”. Hér eru verulegar kvaðir lagðar á Alusuisse um að tryggja ísal hráefni á bestu fáanlegum kjörum. Fyrir þetta fær Alusuisse greiðslu, og hún nemur hvorki meira né minna en 2.2% af heildarveltu ísal, þannig að þetta er ekki nein góðgerðarstarf- semi. Um þetta er nokkuð fjallað í lögfræðiáliti hins breska fyrirtækis D.J. Freeman. Þar segir m.a. „Skuldbinding Alusuisse gagnvart ísal var þess efnis að sjá ísal fyrir samningi 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.