Réttur


Réttur - 01.01.1982, Side 55

Réttur - 01.01.1982, Side 55
mörkuð vörn gegn klækjum fjölþjóðlegu ris- anna, svo sem súrálsmálið sýnir. Coopers & Lybrand sendu frá sér tvær skýrslur. Hin fjallar um „hækkun í hafi”, þ.e. hækkun á súrálsverði frá því það yfirgaf Gove i Ástraliu og þar til það kom til Straumsvíkur á íslandi, umfram það sem nemur flutningskostnaði. Svo sem fyrr var nefnt hafði komið í ljós mismunur á áströlsk- um og íslenskum skýrslum sem nam 47.5 milljónum dollara á 7 árum. Þessar tölur hefur Alusuisse í sjálfu sér ekki véfengt. Hinsvegar lagði svissneski auðhringurinn fram sínar skýringar, og hafa endurskoðend- urnir lagt á þær mat eftir því sem þeir hafa talið sig geta. Þeir hafa hinsvegar ekki getað staðreynt þessar skýringar, þar sem Alu- suisse synjaði þeim um aðgang að reikning- um fyrirtækisins. í skýrslunni um „hækkun í hafi” komust Coopers & Lybrand að þeirri niðurstöðu að hækkunin væri ekki undir 22.7 — 25.5 mill- jónum dollara á þessu sjö ára tímabili (um 25 milljónir nýkróna). í þessari niðurstöðu hafa Coopers & Lybrand m.a. tekið tillit til staðhæfinga Alu- suisse um að þeir hafi á umræddu tímabili greitt seljendum súrálsins í Gove 12.5 milljón- ir dollara eftirá, sem ekki komi fram á hag- skýrslum. Og það sem meira er. Endurskoð- endurnir taka tillit til rangra upplýsinga Isal til íslenskra tollyfirvalda varðandi farmgjöld að upphæð samtals 5.5 milljónir dollara. Eftir því hvort miðað er við hækkun í hafi eða armslengdarverð þá eru yfirverð Alu- suisse á súráli til ísal á bilinu 16—25 millj- ónir dollara. Dr. Carlos Varsavsky, sem var einn af ráð- gjöfum iðnaðarráðuneytsins gerði einnig skýrslu um súrálsviðskipti ísal á tímabilinu 1975—80. Varsavsky notar sem viðmiðun verð í viðskiptum milli óskyldra aðila — armslengdarverð — hina sömu viðmiðun og Coopers & Lybrand nota er þeir fá hina lægri undanskotstöluna. Varsavsky komst að þeirri niðurstöðu að verðið se Alusuisse hefði látið ísal greiða umfram eðlilegt verð á þessum grundvelli hafi numið 20.3 ntilljón- um dollara á þessu tímabili, og er það tölu- vert hærra en Coopers & Lybrand telja. Aðstoðarsamningurinn mikilvægi Þegar álsamningurinn var gerður á sínum tíma voru þrír hliðarsamningar gerðir um leið. Einn þeirra var svonefndur aðstoðar- samningur, þ.e. samningur um aðstoð Alu- suisse við rekstur álversins. í þeim samningi segir m.a. „Tækni og stjórnsýsluaðstoð í sambandi við útvegun hráefna og innkaupa ísals, og skal aðstoð veitt með þjónustu tækni- og stjórnsýsludeilda Alusuisse í Sviss eða annars staðar. í þessu skyni mun Alu- suisse færa sér í nyt viðskiptasambönd sín og tengsl við þá aðila, sem kunna að hafa á boð- stólum hráefni og vistir, að aðstoða ísal eftir þvi sem við á í samningaumleitunum þess og á þann hátt og sérhvern annan, sem tiltækur kann að vera, leitast við að tryggja ísal áframhaldandi og jafnt framboð á hráefnum með bestu skilmálum og skilyrðum sem fyrir hendi eru”. Hér eru verulegar kvaðir lagðar á Alusuisse um að tryggja ísal hráefni á bestu fáanlegum kjörum. Fyrir þetta fær Alusuisse greiðslu, og hún nemur hvorki meira né minna en 2.2% af heildarveltu ísal, þannig að þetta er ekki nein góðgerðarstarf- semi. Um þetta er nokkuð fjallað í lögfræðiáliti hins breska fyrirtækis D.J. Freeman. Þar segir m.a. „Skuldbinding Alusuisse gagnvart ísal var þess efnis að sjá ísal fyrir samningi 55

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.