Réttur - 01.01.1982, Blaðsíða 6
grundvallast á vilja íbúanna og þær mundu
auðvelda borgarstjórn að þekkja þann vilja.
Verkefni sveitarféiaganna eru mörg. Sveit-
arstjórn ber að sjá um skipulagningu byggð-
ar, verklegar framkvæmdir og margvíslega
félagslega þjónustu og fræðslustarfsemi.
Minnstu sveitarfélögin á íslandi eru það fá-
menn að þau geta ekki ein og sér staðið undir
nauðsynlegri þjónustustarfsemi. Þar sem svo
hagar til þarf að skipuleggja sameiginleg
þjónustusvæði, og kjósi íbúar slíkra þjón-
ustusvæða ekki að sameina sveitarfélög sín,
þarf að ganga frá ákveðnum reglum um það
hvernig jafn réttur allra til að hafa áhrif á
sameiginlega þjónustu verði tryggður.
Þannig má bæta úr annmörkum stórra og
smárra sveitarfélaga á íslandi og tryggja
hvorutveggja, að þau verði nægjanlega öflug
til að rísa undir verkefnum sínum og hver
einstaklingur geti látið til sín taka í sínu nán-
asta umhverfi.
Konur og sveitarstjórnir
Sveitarstjórnir eiga að endurspegla vilja og
viðhorf allra íbúa sinna. Ennþá er þó málum
svo háttað á íslandi að meðal sveitarstjórn-
armanna, sem eru liðlega eitt þúsund á land-
inu öllu, koma 94 karlmenn á móti hverjum
6 konum. Það er því ekki að undra þótt
margar konur líti svo á að viðhorf þeirra, sem
mótast af starfsvettvangi þeirra og aðstæð-
um komi ekki nægjanlega vel fram í sveitar-
stjórnum. í þessum efnum hefur Alþýðu-
bandalagið haft nokkra sérstöðu. í kosning-
um 1978 fékk Alþýðubandalagið 92 sveitar-
stjórnarmenn kosna af hreinum flokkslistum
6