Réttur


Réttur - 01.01.1982, Blaðsíða 62

Réttur - 01.01.1982, Blaðsíða 62
ERLEND VÍÐSJÁ wmmim Nato-morðin í Tyrklandi fasismans Fasistískir herforingjar steyptu sem kunn- ugt er ríkisstjórn Tyrklands af stóli, bönn- uðu alla flokka, stálu öllum eignum þeirra og eru nú byrjaðir á morðum í fangelsunum. Bandaríkjastjórn sendir þeim fé og vopn, svo fasisminn megi kúga og drepa sem mest. Og íslensku Nato-ræflarnir þora ekki að segja eitt orð á móti þessu. Þeir vilja vafa- laust að hægt sé að grípa til hins sama hér — er ekki farið að hermennta íslendinga i drápsiðju og gera þá framkvæmdastjóra íhaldsins? í Tyrklandi hafa 140.000 manns verið teknir höndum, 50.000 settir í fangelsi. 65 voru pyntaðir til bana í fangelsunum, 10 teknir af lífi, 459 fallið í árekstrum við lög- regluna. Verkalýðssambandið DISK var bannað, forvígismenn þess, yfir 90, fyrir „rétti”, eiga dauðadóm yfir höfði sér. Sam- vinnuhreyfingin, — 2,5 milljónir meðlima, — er ofsótt: stjórn hennar ákærð fyrir að vera fulltrúar 2380 kaupfélaga, en fyrir það vofa yfir fangelsisdómar: 8—15 ára fangelsi. (Skyldi Óli Jóh. ekki vera ánægður með Nato-,,kollega” sína í dómstólunum?) Her- dómstóllinn heimtar 5—20 ára fangelsis- dóma yfir 64 af stjórnarmeðlimum kennara- sambandsins, allt að 36 ára fangelsi yfir 10 stjórnendur Framfarasinnaða Æskulýðs- sambandsins. Eins og nærri má geta hafa yfir 700 menn, sem taldir eru meðlimir tyrkneska kommún- istaflokksins, verið fangelsaðir og pyntaðir — sumir til að undirrita það að þeir væru í tyrkneska Kommúnistaflokknum, en hann hefur nú verið bannaður í 59 ár. Kúrdarnir, sem telja upp undir 10 milljón- ir í Tyrklandi, eru ofsóttir og neitað um við- urkenningu á þjóðerni sínu. Allt gerist þetta með blessun og aðstoð Bandaríkjastjórnar, — eins og níðingsverk- in, sem sú stjórn lætur vinna annarsstaðar í heiminum. Hér heirna eru menn, sem vilja leggja stærri og stærri landsvæði undir her þeirrar stjórnar, svo hún geti hafið morðherferð í Evrópu. Þetta er allt kallað að vernda „lýðræðið”! Bandaríkin: eiturvopn Ronald Reagan hefur nýlega krafist þess að bandaríski herinn auki eiturvopna-forða- búr sitt. Níðingum þeim, sem helltu árum saman eitrinu yfir Víetnam, finnst ekki nóg að gert að valda því m.a. að þúsundir van- skapaðra barna fæðist þar nú sökum eiturs þess — og m.a.s. bandarískir hermenn frá Víetnam eignast vansköpuð börn vegna eiturhernaðarins, sem þeir voru aðilar að. Nú þegar eru 150.000 tonn af banvænum, kemískum eiturvopnum í bandarískum forðabúrum: m.a. hundruð þúsunda af hylkjum með taugagasi, tugir þúsunda af eitursprengjum. 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.