Réttur


Réttur - 01.01.1982, Side 62

Réttur - 01.01.1982, Side 62
ERLEND VÍÐSJÁ wmmim Nato-morðin í Tyrklandi fasismans Fasistískir herforingjar steyptu sem kunn- ugt er ríkisstjórn Tyrklands af stóli, bönn- uðu alla flokka, stálu öllum eignum þeirra og eru nú byrjaðir á morðum í fangelsunum. Bandaríkjastjórn sendir þeim fé og vopn, svo fasisminn megi kúga og drepa sem mest. Og íslensku Nato-ræflarnir þora ekki að segja eitt orð á móti þessu. Þeir vilja vafa- laust að hægt sé að grípa til hins sama hér — er ekki farið að hermennta íslendinga i drápsiðju og gera þá framkvæmdastjóra íhaldsins? í Tyrklandi hafa 140.000 manns verið teknir höndum, 50.000 settir í fangelsi. 65 voru pyntaðir til bana í fangelsunum, 10 teknir af lífi, 459 fallið í árekstrum við lög- regluna. Verkalýðssambandið DISK var bannað, forvígismenn þess, yfir 90, fyrir „rétti”, eiga dauðadóm yfir höfði sér. Sam- vinnuhreyfingin, — 2,5 milljónir meðlima, — er ofsótt: stjórn hennar ákærð fyrir að vera fulltrúar 2380 kaupfélaga, en fyrir það vofa yfir fangelsisdómar: 8—15 ára fangelsi. (Skyldi Óli Jóh. ekki vera ánægður með Nato-,,kollega” sína í dómstólunum?) Her- dómstóllinn heimtar 5—20 ára fangelsis- dóma yfir 64 af stjórnarmeðlimum kennara- sambandsins, allt að 36 ára fangelsi yfir 10 stjórnendur Framfarasinnaða Æskulýðs- sambandsins. Eins og nærri má geta hafa yfir 700 menn, sem taldir eru meðlimir tyrkneska kommún- istaflokksins, verið fangelsaðir og pyntaðir — sumir til að undirrita það að þeir væru í tyrkneska Kommúnistaflokknum, en hann hefur nú verið bannaður í 59 ár. Kúrdarnir, sem telja upp undir 10 milljón- ir í Tyrklandi, eru ofsóttir og neitað um við- urkenningu á þjóðerni sínu. Allt gerist þetta með blessun og aðstoð Bandaríkjastjórnar, — eins og níðingsverk- in, sem sú stjórn lætur vinna annarsstaðar í heiminum. Hér heirna eru menn, sem vilja leggja stærri og stærri landsvæði undir her þeirrar stjórnar, svo hún geti hafið morðherferð í Evrópu. Þetta er allt kallað að vernda „lýðræðið”! Bandaríkin: eiturvopn Ronald Reagan hefur nýlega krafist þess að bandaríski herinn auki eiturvopna-forða- búr sitt. Níðingum þeim, sem helltu árum saman eitrinu yfir Víetnam, finnst ekki nóg að gert að valda því m.a. að þúsundir van- skapaðra barna fæðist þar nú sökum eiturs þess — og m.a.s. bandarískir hermenn frá Víetnam eignast vansköpuð börn vegna eiturhernaðarins, sem þeir voru aðilar að. Nú þegar eru 150.000 tonn af banvænum, kemískum eiturvopnum í bandarískum forðabúrum: m.a. hundruð þúsunda af hylkjum með taugagasi, tugir þúsunda af eitursprengjum. 62

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.