Réttur


Réttur - 01.01.1982, Page 29

Réttur - 01.01.1982, Page 29
BRYNJOLFUR BJARNASON.: Kveðjuorð á útfarardeginum (Síðari hluti greinar B.B. í Þjóðviljanum 22. mars 1952) Það er miki) hamingja að hafa átt slíkan félaga sem Sigfús Sigurhjartarson og fá að njóta verka hans. Og sú hamingja verður ekki frá okkur tekin. Verkið stendur þó maðurinn falli. Það sem Sigfús hefur kennt okkur hverfur ekki með honum. Við geymum það í hug og hjarta. Og sannarlega er það meira í anda hans að minnast þeirrar hamingju í dag og fagna því að hún skyldi falla okkur í skaut, cn að gefa sig sorginni á vald. Hvernig fáum við bezt heiðrað minningu Sigfúsar Sigurhjartarsonar? Með því að neyta allra þeirra krafta sem með okkur blunda, hverjum einum, hvern dag og hverja stund til þess að vinna fyrir hugsjón hans. Skarð slíkra afreksmanna verður að vísu aldrci fyllt af einum einstakl- ingi. En það er hægt að fylla það af mörgum mönnum, sem allir leggjast á eitt að láta af mörk- um hið bezta sem í þeim býr. Við strengjum þess heit í dag, að gera öll það sem í okkar valdi stendur til að fylla hið auða skarð. Og við látum okkur það ekki nægja. Við lofum því að láta einskis ófreistað til að herða sóknina, gera allt starf flokksins samhentara, markvissara og árangursríkara en nokkru sinni fyrr. í dag heitum við Sigfúsi Sigurhjartarsyni því að varðveita arf hans, einingu flokksins okkar, eins og sjáaldur augna vorra. Þá einingu vilja og athafna, sem ekkert fær staðizt og tryggir okkur sigurinn í hverri raun. Við hcitum honum því að gera flokkinn okkar færan til þess að gera hugsjón lífs hans, sósíalismann, að veruleika í föðurlandi hans. Og við skorum á alla góða íslendinga, hvar í flokki sem þeir standa, að heiðra minningu hins fallna leiðtoga og lærimcistara með því að strengja þess heit að standa vörð um sjálfstæði, frelsi og friðhelgi föðurlandsins. Við skorum á alla góða drengi í alþýðustétt, hvar í flokki sem þeir standa, að heiðra minningu hans með því að vinna fyrir dýrustu hugsjón hans, einingu íslenzkr- ar alþýðu, án tillits til alls sem skilur, í allri sókn hennar og vörn, í allri baráttu hennar fyrir betra lífi. Og að lokum vil ég enn einu sinni minna á orð Einars Olgeirssonar er hann minntist Sigfúsar á fundi miðstjórnar flokksins: Ef vanda ber að höndum, þá skulum við ávallt byrja á því að spyrja sjálfa okkur hvað Sigfús mundi hafa lagt til málanna. Við blessum minningu hins fallna foringja, félaga og vinar, ekki aðcins í dag, heldur alla tlaga, ekki aðeins í orði, heldur líka í öllum verkum okkar. Brynjólfur Bjarnason. 29

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.