Réttur


Réttur - 01.01.1982, Page 54

Réttur - 01.01.1982, Page 54
dótturfyrirtæki, sem m.a. rekur súrálsvinnslu í Gove í Ástralíu. Moment hefur einnig verið ráðgjafi fjölmargra ríkisstjórna og alþjóða- stofnana í sambandi við samninga um ál og áliðnað. Einnig má nefna Carlos Varsavsky, fyrrum forstjóra álbræðslu í Argentínu, en hann er nú tengdur þeirri stofnun Samein- uðu þjóðanna, sem fjallar um fjölþjóða fyrirtæki. Þá leitaði iðnaðarráðuneytið lögfræðilegs álits breska lögfræðifyrirtækisins D.J. Free- man & Co um samningslegar skuldbindingar Alusuisse, þ. á m. gildi svonefnds aðstoðar- samnings milli ísal og Alusuisse, og var það álit mjög forvitnilegt, svo ekki sé meira sagt. Jafnframt var unnið að athugun málsins hér innanlands, og má þar nefna 5 manna starfshóp iðnaðarráðuneytisins, en í honum voru: Halldór V. Sigurðsson, ríkisendur- skoðandi, Stefán Svavarsson, endurskoð- andi, Finnbogi Jónsson, deildarstjóri í iðn- aðarráðuneytinu, Ragnar Árnason, lektor, Ragnar Aðalsteinsson, hrl., Pétur G. Thor- steinsson, lögfræðingur í iðnaðarráðuneyt- inu og Ingi R. Helgason, lögfræðingur. Þannig sameinaðist í rannsókn á þessum súrálsviðskiptum bæði alþjóðleg og íslensk sérfræðiþekking í viðskiptum, tækniefnum og lagalegum efnum. Og þegar upp var staðið reyndist þessi vandaða málsmeðferð hafa skilað mjög góð- um árangri, og staðfesti í öllu það mat iðn- aðarráðherra frá í desember 1980, að Alu- suisse hafi ekki staðið við gerða samninga og hlunnfarið bæði ísal og íslenska ríkið í við- skiptum. Svindlið reyndist 16—25 m. dollara En hver varð svo niðurstaðan af þessari víðtæku athugun? Aðalskýrslan sem fram var lögð í málinu var skýrsla enska endur- skoðunarfyrirtækisins Coopers & Lybrand. Með skýrslu þeirra fylgir bréf til iðnaðar- ráðuneytisins, þar sem meginniðurstaða málsins er saman tekin í eina setningu: ,, ... our conclusion is that the accusations of over-pricing of alumina are justified.” „niðurstaða okkar er að ásakanir um yfir- verð á súráli eigi við rök að styðjast”, segja hinir bresku endurskoðendur. Niðurstaðan er í raun sú að Alusuisse hef- ur brotið tvo samninga með verðlagningu sinni á súráli. í fyrsta lagi hefur Alusuisse brotið aðalsamninginn um álverið, en sam- kvæmt honum skuldbatt Alusuisse sig til að útvega ísal súrál á verði eins og það tíðkaðist í viðskiptum óskyltlra aðila — eða á svo- nefndu armlengdar verði (arms-length price). Að mati Coopers & Lybrand hækkaði Alusuisse verð súráls á þessum grundvelli um 16.2 — 18.5 milljónir dollara. í þessari niðurstöðu styðjast endurskoð- endur við útreiknað meðaltal, sem þeir byggja á hagskýrslutölum og öðrum upplýs- ingum um óháð viðskipti. En finna má miklu hagstæðari viðskipti á armslengdargrund- velli, og þar af leiðandi meira svindl af hálfu Alusuisse. Jafnframt er í þessum tölum búið að taka tillit til þeirra athugasemda Alusuisse, sem endurskoðendurnir töldu að eðlilegt væri að taka tillit til. Þessi verðviðmiðun — armslengdarverð — er tilgreind í aðalsamningi, svo sem fyrr segir. En sú viðmiðun er hin almennasta í samningum við fjölþjóðafyrirtæki, sem hafa alla þætti framleiðslunnar í hendi sér, allt frá námuvinnslu til sölustarfs, og gætu því hag- rætt verðinu eins og þeim þóknast, m.a. í skattaskyni, ef ekki væru varnaglar af þessu tagi. Reyndar hafa þeir sýnt sig að vera tak- 54

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.