Réttur


Réttur - 01.04.1976, Side 1

Réttur - 01.04.1976, Side 1
léttvr 59. árgangur 1 976—2. hefti Það brakar i morkinni mannfélagshöll auðvaldsheimsins. Bandaríkin, for- osturíkið, hafa glatað miklu af trausti sínu og áliti, þegar tvær höfuðstoðir þeirra urðu fyrir óbætanlegu áfalli:Leyniþjónustan CIA afhjúpuð af Banda- ríkjaþingi sjálfu sem hryðjuverkasveit, — og Bandarikjaher hefur orðið að gefast upp og flýja eftir að hafa framið einhverja hryllilegustu stríðsglæpi sögunnar í Víetnam. Afríka — heil heimsálfa — er að bresta úr greipum auðdrottnanna. Hvert rikið þar á fætur öðru heldur nú inn á einhverskonar leið alþýðuvalda í átt til sósíalisma: Mósambik, Tansanía, Somalía, Etíopía, og nú síðast Angola bætast við þau sem fyrir voru. — Og sjálf höfuðvígi harðstjórnarinnar: Rhodesía og Suður-Afríka riða svo til falls að sjálfir auðhringarnir búa sig til að bregðast hvítu yfirstéttinni og reyna makk við blökkumenn til að bjarga auði sínum. I Vestur-Evrópu kraumar svo að Kissinger er orðinn hræddur um sigur marxismans þar innan áratugs! Frakkland, Portúgal, Spánn — og Ítalía nú þegar á næstunni — standa frammi fyrir umskiptunum miklu. Bandaríska auðvaldið þorir nú vart að setja von sína á valdarán herforingja á Italíu að grískri eða chilenskri fyrirmynd — og grípur nú til bannfæringar frá páfa- stóli að miðaldasið: allt er hey í harðindum, líka fyrir Mammon. Um ýmsa þætti þessara miklu umbreytinga er fjallað í þessu hefti. ★ Hér heima rísa nú fjöldahreyfingar hærra en fyrr með kyngi af nýjum toga: Eftir stórsókn vinnandi kvenna á nýliðnu ári, hasla vígreif verklýðssamtök sér völl í stjórnmálabaráttunni, afdráttarlaust og stórhuga — og hreyfingin

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.