Réttur


Réttur - 01.04.1976, Page 5

Réttur - 01.04.1976, Page 5
Einar Olgeirsson Nýsköpun þjóðfélagsins eða — Burgeisastéttin er með óstjórn sinni á efnahagslífinu að steypa þjóðfélaginu í glöt- un, ofurselja ísland í amerískt skuldafangelsi. Greiðslubyrði þjóðarinnar af erlendum skuldum er orðin tæp 20% útflutningsverðmætis. Það eru brátt siðustu forvöð að verkalýðurinn og bandamenn hans taki stjórn lands- ins í sínar hendur, forði þjóðinni frá yfirvofandi ógæfu og hruni og taki að byggja trausta mannfélagsskipan í stað ringulreiðarinnar. Ríkisstjórn á íslandi er annaðhvort stjórn á efnahagslífi þjóðarinnar, — eða ekki neitt: óstjórn, sníkjulífs-gerill í þjóðarlíkamanum. ÓSTJÓRN — EYÐSLA — RÁNYRKJA Það hefur verið höfuðregla íslenskrar burgeisastéttar alla tíð síðan amerískt auð- vald tók að sér yfirstjórn efnahagsmála hér 1947 og kæfði þann vísi að áætlunarbú- skap,1’ er nýsköpunarstjórnin kom á, að ríkja skyldi glundroði í efnahagslífinu: kallaður „frjáls verslun, frjáls fjárfesting”. Afleiðingin blasir nú við í allri sinni „dýrð": Vidskiptaballinn við útlönd er 1974 og 1975 alls 43,7 miljarðar króna. Erlendar sknldir um síðustu áramót, reiknaðar með núverandi gengi (dollarinn 180 kr.) nálgast nú 80 miljarða króna eða næstum IV2 milj- ón króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu á Islandi. Greiðslubyrðin af þessum skuldum nálgast nú 20% af útflutningstekjunum og verður meiri næstu árin. (Erlendar skuldir voru 76 þús. kr. á mann 1970 (miðað við núgildandi gengi), en 1976 eru þær 360 þús. kr. á mann). Með „frjálsu versluninni" er verið að steypa þjóðinni í óbotnandi skuldafen. Sami þjóðhættulegi glundroðinn á sér stað í fjárfestingunni: Islendingar fjárfesta hlutfallslega meir af þjóðartekjum en flestar aðrar þjóðir, sósíal- istísku ríkin ekki undanþegin: Fjármunamyndun var á árunum 1972—3 eftirfarandi í hlutfalli við þjóðarframleiðslu: 27% 1972, — 30.2% 1973, — 34,8% 1974 — og 36.7% 1973 (bráðabirgðatölur), — eða í miljörðum króna 64 miljarðar árið 69

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.