Réttur


Réttur - 01.04.1976, Qupperneq 8

Réttur - 01.04.1976, Qupperneq 8
stétt til skaða og skammar. En megna þær hugsjónir að slíta þau bönd? Það, sem úrslitum ræður um hvort brask- valdinu verði hnekkt er verkalýðshreyfingin — og þar um síðar. En það, sem liggur við, ef stefnt verður áfram sem nú horfir, — ef braskvaldið fær að ganga óreiðubraut sína til enda, — er eftirfarandi: Verslunarauðvaldið mun enn einu sinni reyna að velta öllum byrðunum af óreiðu- skuldunum yfir á alþýðuna, pína hana niður í fornu fátæktina á ný, — gera „fátæktina að þeim skömmtunarstjóra3) er jafnar við- skiptahallann, — en verkalýðurinn mun loka þeirri leið sem fyrr. Til þess eru fagleg sam- tök hans nógu sterk og harðskeytt. Þá mun verslunarvaldið aðeins sjá eina leið til að viðhalda allri óreiðu sinni, eyðslu og stjórn- leysi: selja hervaldi og auðvaldi Bandaríkjanna afnotin af herstöðvum og orkulindum Islands til langs tíma fyrir mjög hátt verð. „SAM FRÆNDI“ HAFI FJALLKONUNA Þeir menn, sem móðursjúkir og blekktir gerðu samningana um Nato og herstöðvarnar 1949 og 1951, munu flestir hafa trúað því að þeir væru þar með að tryggja lýðræði og sjálfstæði Iandsins. Verknaður þeirra var jafn illur og hættulegur, þótt hann væri í sjálfsblekkingu og ofstæki framinn. En ein- mitt af því þeir bestu þeirra trúðu á nauð- syn þess fyrir Island, þá bannaði sjálfsvirð- ing þeirra þeim að taka fé fyrir leigu á Keflavíkurvelli, afnot hans skyldu vera fram- lag Islands til „eigin varna”. En ofstækismennirnir, sem heimta alræði brasksins — „frjálsu verslunina" eins og þeir kalla það, — hafa engar slíkar siðferðilegar hömlur. Þeir skynsömustu þeirra sjá að það er ekki verið að hafa herstöðvar hér íslands vegna, heldur er það aðeins í þágu Banda- ríkjanna, en Islandi hættulegt, ef til stríðs kæmi. Þeir eru kaldrifjaðir kaupsýslumenn, reiðubúnir að versla með allt: Fjallkonuna líka. — Og ef frjáls verslun getur ekki lifað öðru vísi, þá „frjáls verslun með Fjallkonuna líka." Ef fasistar Spánar, afturhaldsflokkar Tyrklands og grískir auðmenn fá það vel borgað að ljá amerísku auðvaldi land sitt til herstöðva, því í ósköpunum skyldu þá ekki íslenskir „frelsisunnendur" og „sjálfstæðis- hetjur" líka láta það kosta dýrt? „Business er business" — og „góðir kaupsýslumenn" eru ekki nein börn í viðskiptamálum eða burðast með óþarfa blygðunarsemi sem stúlka sú forðum daga, er blítt hafði látið að erlendum hermanni en sagði, er hann ætlaði að borga henni fyrir blíðuna: erm vitlaus, heldurðu að ég sé mella. Og ef farið er að selja á annað borð flug- velli, máske flotaaðstöðu, því þá ekki foss- ana líka? Það er engu líkara en Luns, framkvæmda- stjóri Nato, sé að gefa slíkum sölumönnum undir fótinn að selja Bandaríkjamönnum af- notin dýrt, þegar hann talar um að það myndi kosta Bandaríkin 22000 miljónir doll- ara (eða 4000 miljarða ísl. kr.) að koma sér upp flota flugvélamóðurskipa í stað Kefla- víkurflugvallar og þó alls ekki ígildi hans. Mikið má vera ef við eigum ekki eftir að heyra þessa tölu færða fram sem rök algerrar landsölu af hálfu þeirrar braskarastéttar, sem af taumlausri græðgi eftir gróða, óforsjálni og stjórnleysi er að eyðileggja jafnt lífsgrund- völl þjóðarinnar, fiskstofnana, sem efnahag hennar.M Vesaldómurinn í landhelgismálinu nú sem og landráðasamningurinn 1961 sýnir að lítil takmörk eru fyrir undirlægjuhættinum gagn- vart Nato-veldinu jafnvel þegar burgeisa- 72
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.