Réttur - 01.04.1976, Qupperneq 14
þungum ekka. Það er eins og hún viti ekki
um ösina, sem fram hjá streymir, en mörgu
auga er rennt til hennar og í svip margra
má lesa samkennd og hlýju. Engian talar til
hennar. Fátt gengur meir til hjarta en grát-
stunur þeirra, sem. enginn á orð til að hugga.
Menn eru á heimleið frá kirkjunni. Þeir
fara eftir þjóðveginum í hópum, stórum og
smáum, ríðandi og gangandi. Þeir, sem eiga
góðhesta, fara greitt. Mold og sandur þyrlast
upp úr veginum og hylur þá, sem næstir eru,
í þéttum mekki. Þegar fremsti hópurinn er
kominn nokkuð áleiðis, verður einum mann-
inum litið á vasaklút, sem liggur við götu-
jaðarinn. Hann fer af baki og tekur upp klút-
inn, sem er svo velktur og óásjálegur, að
hann gerir sig líklegan til að fleygja honum
aftur, en hættir við það og læmr hann í
tösku við hnakkinn sinn. Og ferðinni er held-
ið áfram.
Skömmu síðar sér samferðafólkið konu
koma á móti sér. Hún fer svo hratt, sem
fæturnir geta borið hana og másið heyrist
langar leiðir. Þarna er Sveitar-Gunna komin.
Fólkið stöðvar ferðina og horfir undrandi
á hana. Hvernig í ósköpunum vék þessu við,
að hún mætti fólkinu, sem var að koma frá
kirkjunni og það á þessum litlu hlaupum,
eins og lífið lægi við. Sjaltuskan hennar flaks-
ast út í loftið eins og hún væri orðin að
vængjum og pilsgarmurinn slettist utan um
öklana á henni. Stundum sveiflast það upp
undir hné og snýst svo fast að leggjunum,
að hún verður að hika um svipstund, til þess
að geta hert á hlaupunum á ný. Hún stað-
næmist hjá fólkinu, en kemur engu orði upp
fyrir mæði.
„Þið hafið ekki fundið vasaklút?" segir
hún loksins með öndina i hálsinum. Það var
þá ekki annað en þetta. Fyrir óhreina klút-
dulu hafði h.ún hlaupið eins og hún væri að
vinna fyrir lárviðarsveig.
Maðurinn rétti henni klútinn. „Þetta fund-
um við", segir hann. Þá bregður gleðibjarma
á andlit hennar og tárin koma fram í grát-
þrútin augun, en það eru gleðitár.
„Guði sé lof!" segir hún eins og létt sé
af henni þungri byrði. „Fg átti ekki þennan
klút. Eg fékk hann að láni í morgun og mér
hefði þótt sárt, að.geta ekki skilað honum
aftur. Þið hafið gert mér greiða. Eg hefði far-
ið alla leið til baka að leita að honum. Eg
þakka ykkur kærlega fyrir." Hún segir þetta
s\o barnslega og einlæglega, að engum dett-
ur í hug að brosa. Það er eins og öll hennar
velferð sé undir því komin, að geta skilað
klútnum. Svo varpar hún kveðjuorðum á
fólkið og snýr við á harða spretti.
Hestarnir brokka eftir veginum. Gunna
er jafnhliða þeim um stund. Hún er afmr
orðin lafmóð og eldrauð og sveitt í andliti.
„Þarfm að flýta þér svona mikið?" segir
einhver í hópnum.
„Já, já, heim til að smala ánum", segir
hún með andköfum.
Hestarnir herða brokkið eins og þeir séu
að reyna sig við hana. Smátt og smátt dregst
hún aftur úr. Nýir hópar koma og þeysa
framhjá henni. Hún fjarlægist meir og meir.
Nú er hún orðin eins og einhver ólöguleg
þústa. Sjalið er afmr orðið að vængjum.
Handleggirnir sveiflast afmr og fram til að
létta undir gönguna. Hægri höndin er kreppt
utan um klútinn, sem hún hafði orðið að
fá að láni og átti engin ráð til að borga, þrátt
fyrir ævilangan þrældóm, klútinn, sem hafði
drukkið í sig tárin hennar þegar hún grét
einstæðingsskap sinn og auðnuleysi.
Hóparnir fara fram hjá henni einn eftir
annan.
Nú er hún horfin í sandmekki undan
fótum gæðinganna. - ......
78