Réttur


Réttur - 01.04.1976, Page 15

Réttur - 01.04.1976, Page 15
LEYNDARRÁÐ AUÐVALDSHEIMSINS Er til einhver stofnun þar sem stefna heimsauðvaldsins er ákveð- in, mörkuð fyrirfram að vandlega athuguðu máli og síðan fram- kvæmd af ríkisstjórn og þingi Bandaríkjanna og annarra ríkja þeim undirgefin? Er slíkt ekki bara hugarórar vondra marxista? Er það ekki blessað lýðræðið, sem ákveður stjórnarstefnu í kosningum hverju sinni? Slík stofnun er til. Hér segir frá því hvar og hvernig hún er. Á hæð einni við Park. Avenue, sem forð- um var kennd við miljónamæringa, á Man- hattan-zy]\i í Neiv York stendur fjögra hæða hallarbygging í gamaldags stíl, reist af iðju- höldinum Harold Pritt 1919- Þar er til húsa ráð eitt, sem ber nafnið „Council on Foreign Ráðsmenn á fundi („Spiegel")- Relations” („Utanríkismálaráð”), einkastofn- un, er lætur lítið yfir sér út á við, „sér um" að hin „frjálsu" blöð Bandaríkjanna skriti ekki um sig, en tekur ákvarðanir um þá jtefnu, er reka skuli svo auðvaldsskipulag heims kenni sig fast í sessi. Hér koma sam- an fremstu menn voldugustu banka og auð- félaga Bandaríkjanna sem og helstu menn Bandaríkjastjórnar hverju sinni — og hér eru erlendir áhrifamenn gestir þessa háaðals valda og viðskipta. I ráðinu eru alls 1600 manns og skal helmingur þeirra hafa aðsetur sitt í New York og grennd. Þar eru t.d. fjórir fremsm menn Morg^w-ættarinnar (fyrst og fremst frá Morgan Guaranty Trust, einum ríkasta banka Bandaríkjanna) og fjórir fulltrúar Rockefeller-ættsinnnas. David Rockefeller, bankastjóri Chase Manhattan Bank, líka eins 79

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.